„Sveiattan við því að gera ekki betur en þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2023 23:44 Vilhjálmur Birgisson skammaði fjármálageirann og sakaði hann um miskunnarleysi. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór ófögrum orðum um fjármálageirann og lífeyrissjóðina í Reykjavík síðdegis í dag fyrir skort þeirra á stuðningi við Grindvíkinga. Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“ Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“
Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira