Netöryggi snýst ekki lengur bara um tækni - heldur um fólk Margrét Valgerður Helgadóttir skrifar 17. nóvember 2023 14:31 Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook. Og við erum mörg sem erum afar þakklát fyrir að geta stundað bankaviðskipti eða átt í netsamskiptum við þjónustustofnanir, og sparað þannig spor og tíma. Októbermánuður er nýliðinn en hann er alþjóðlegur netöryggismánuður og því hafa fyrirtæki og stofnanir út um allan heim undanfarið lagt ríkari áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um þessi mál. Ráðstefnur og málþing eru haldin til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis enda ekki vanþörf á. Málefnið er hins vegar þess eðlis að við þurfum einfaldlega að vera meðvituð um hætturnar allan ársins hring. Netöryggi er málefni sem varðar okkur öll og það er mikill misskilningur að netöryggi sé einungis eitthvað sem þau sem starfa innan tæknigeirans þurfi bara að hugsa um. Netöryggi er einfaldlega orðið órjúfanlegur hluti af almennri öryggisvitund vegna stafrænni tilveru okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum öll að huga að öryggi og vera á varðbergi í öllu því stafræna sem við erum að fást við, óháð aldri og starfstétt. Þar skiptir heldur engu hvort við erum að gera eitthvað í símanum okkar, tölvunni, eða að taka út peninga í hraðbanka. Öryggisógnin er alls staðar í kringum okkur. Þessi stafræni veruleiki hefur þróast hratt en hljóðlega. Fyrir suma hefur þessi þróun verið sýnileg, en það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem hafa ekki náð að fylgja henni eftir og fyllast jafnvel kvíða yfir að þurfa að taka þátt í þessum stafræna heimi sem við búum í núna. Og samhliða þessari þróun hefur það aðeins gleymst að ræða skuggahliðarnar og þann veruleika sem þekkjum í dag. Þessar netöryggisógnirnar og allt það sem getur farið úrskeiðis þegar öll okkar tilvera er orðin stafræn. Ef við spólum 20 ár aftur í tímann þá voru það kerfisstjórar og öryggisstjórar sem höfðu mestar áhyggjur af netöryggi og ógnum þess. Þetta var fólkið sem fjárfesti í eldveggjum og vírusvörnum fyrir sína vinnustaði og var gert ábyrgt fyrir netöryggi og að halda árlegan fyrirlestur fyrir samstarfsfólk sitt með misgóðum árangri. En heimurinn er gjörbreyttur og núna erum við öll komin með tölvu í vasann þ.e. símann okkar, sem inniheldur okkar allra mikilvægustu upplýsingar auk þess að vera alltaf nettengdur. Þótt að kerfisstjórar, öryggisstjórar og sérfræðingar í upplýsingatækni vinna mikið og gott starf að auknu netöryggi fyrir mikilvægar þjónustur sem við reiðum okkur á, þá getum við öll verið fulltrúar að bættu öryggi í okkar stafræna lífi. Staðan í dag er sú að hinn almenni borgari er skotmark netglæpamanna. Við þurfum þess vegna að ræða um netöryggi og nauðsyn þess að passa upp á tækin okkar við börnin okkar, við hvert annað, við foreldra okkar og ömmur og afa. Brýnum fyrir þeim sem eru í kringum okkur að gæta sín á gylliboðum sem eru of góð til að vera sönn. Að svara ekki í símann þegar óþekkt símanúmer erlendis frá eru að hringja og þú átt ekki von á símtali. Að gefa aldrei upp rafræn skilríki nema þú hafir sjálf/-ur óskað eftir innskráningu. Að smella ekki á einhverjar slóðir í leikjum eða í gegnum SMS-skilaboð í farsímanum án þess að vita raunverulega fyrir hvað er verið að opna. Að gefa ekki upp persónulegar upplýsingar um okkur í Facebook leikjum. Að opna ekki slóðir frá póst- og flutningafyrirtækjum ef við höfum ekki verið að panta vörur. Að grandskoða tölvupósta og skilaboð sem dúkka skyndilega upp og svo mætti lengi telja. Aukin vitund í samfélaginu um hvaða hættur steðji að og aukin umræða um þekktar ógnir, hækkar öryggisstigið. Það er einmitt með þessum hætti sem við getum öll verið virkir og mikilvægir þátttakendur í því að bæta netöryggi. Með því að vera vakandi fyrir netsvindlum og -svikum sem einstaklingar og sem hluti af þeim samfélögum sem við erum í hverju sinni. Hvort sem það er á vinnustaðnum, í vinahópnum eða innan fjölskyldunnar. Við erum einfaldlega komin á þann stað í hinum stafræna heimi, að við verðum að taka netöryggisógnina með inn í okkar daglega líf og líta svo á að við séum öll okkar eigin öryggisstjórar. Höfundur er sérfræðingur í stafrænu öryggi og starfar hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Fjarskipti Stafræn þróun Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook. Og við erum mörg sem erum afar þakklát fyrir að geta stundað bankaviðskipti eða átt í netsamskiptum við þjónustustofnanir, og sparað þannig spor og tíma. Októbermánuður er nýliðinn en hann er alþjóðlegur netöryggismánuður og því hafa fyrirtæki og stofnanir út um allan heim undanfarið lagt ríkari áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um þessi mál. Ráðstefnur og málþing eru haldin til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis enda ekki vanþörf á. Málefnið er hins vegar þess eðlis að við þurfum einfaldlega að vera meðvituð um hætturnar allan ársins hring. Netöryggi er málefni sem varðar okkur öll og það er mikill misskilningur að netöryggi sé einungis eitthvað sem þau sem starfa innan tæknigeirans þurfi bara að hugsa um. Netöryggi er einfaldlega orðið órjúfanlegur hluti af almennri öryggisvitund vegna stafrænni tilveru okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum öll að huga að öryggi og vera á varðbergi í öllu því stafræna sem við erum að fást við, óháð aldri og starfstétt. Þar skiptir heldur engu hvort við erum að gera eitthvað í símanum okkar, tölvunni, eða að taka út peninga í hraðbanka. Öryggisógnin er alls staðar í kringum okkur. Þessi stafræni veruleiki hefur þróast hratt en hljóðlega. Fyrir suma hefur þessi þróun verið sýnileg, en það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem hafa ekki náð að fylgja henni eftir og fyllast jafnvel kvíða yfir að þurfa að taka þátt í þessum stafræna heimi sem við búum í núna. Og samhliða þessari þróun hefur það aðeins gleymst að ræða skuggahliðarnar og þann veruleika sem þekkjum í dag. Þessar netöryggisógnirnar og allt það sem getur farið úrskeiðis þegar öll okkar tilvera er orðin stafræn. Ef við spólum 20 ár aftur í tímann þá voru það kerfisstjórar og öryggisstjórar sem höfðu mestar áhyggjur af netöryggi og ógnum þess. Þetta var fólkið sem fjárfesti í eldveggjum og vírusvörnum fyrir sína vinnustaði og var gert ábyrgt fyrir netöryggi og að halda árlegan fyrirlestur fyrir samstarfsfólk sitt með misgóðum árangri. En heimurinn er gjörbreyttur og núna erum við öll komin með tölvu í vasann þ.e. símann okkar, sem inniheldur okkar allra mikilvægustu upplýsingar auk þess að vera alltaf nettengdur. Þótt að kerfisstjórar, öryggisstjórar og sérfræðingar í upplýsingatækni vinna mikið og gott starf að auknu netöryggi fyrir mikilvægar þjónustur sem við reiðum okkur á, þá getum við öll verið fulltrúar að bættu öryggi í okkar stafræna lífi. Staðan í dag er sú að hinn almenni borgari er skotmark netglæpamanna. Við þurfum þess vegna að ræða um netöryggi og nauðsyn þess að passa upp á tækin okkar við börnin okkar, við hvert annað, við foreldra okkar og ömmur og afa. Brýnum fyrir þeim sem eru í kringum okkur að gæta sín á gylliboðum sem eru of góð til að vera sönn. Að svara ekki í símann þegar óþekkt símanúmer erlendis frá eru að hringja og þú átt ekki von á símtali. Að gefa aldrei upp rafræn skilríki nema þú hafir sjálf/-ur óskað eftir innskráningu. Að smella ekki á einhverjar slóðir í leikjum eða í gegnum SMS-skilaboð í farsímanum án þess að vita raunverulega fyrir hvað er verið að opna. Að gefa ekki upp persónulegar upplýsingar um okkur í Facebook leikjum. Að opna ekki slóðir frá póst- og flutningafyrirtækjum ef við höfum ekki verið að panta vörur. Að grandskoða tölvupósta og skilaboð sem dúkka skyndilega upp og svo mætti lengi telja. Aukin vitund í samfélaginu um hvaða hættur steðji að og aukin umræða um þekktar ógnir, hækkar öryggisstigið. Það er einmitt með þessum hætti sem við getum öll verið virkir og mikilvægir þátttakendur í því að bæta netöryggi. Með því að vera vakandi fyrir netsvindlum og -svikum sem einstaklingar og sem hluti af þeim samfélögum sem við erum í hverju sinni. Hvort sem það er á vinnustaðnum, í vinahópnum eða innan fjölskyldunnar. Við erum einfaldlega komin á þann stað í hinum stafræna heimi, að við verðum að taka netöryggisógnina með inn í okkar daglega líf og líta svo á að við séum öll okkar eigin öryggisstjórar. Höfundur er sérfræðingur í stafrænu öryggi og starfar hjá Fjarskiptastofu.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun