Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 14:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. „Við erum að reyna að bæta upplýsingagjöf eins og við mögulega getum. Aðeins talandi um fræðslumálin þá fór mikil vinna í gang strax síðustu helgi á vegum fræðslusviðsins okkar og kennara, skólastjóra í grunnskólum og leikskólum að reyna að halda óskiptu skólahaldi fyrir börnin og ég get sagt frá því að fyrstu formlegu úrræðin verða tekin í gagnið í skólum Reykjavíkurborgar hér á miðvikudaginn kemur.“ Eðlilegt að skólinn sé ekki í forgangi Hann segir einnig að verið sé að reyna að koma leikskólamálum í réttan farveg. Hann segist einnig vita að eðlilegt sé að fólk setji ekki skólann í forgang þegar það veit ekki hver búsetuúrræði þeirra verði næstu vikurnar. „Sama er að segja um leikskólamálin, við erum að reyna er að koma þeim í réttan farveg. Það er eðlilegt að fólk sem ekki veit um framtíð sína eða búsetuúrræði næstu vikurnar sé ekki endilega að setja það í forgang að setja börnin sín í skóla núna, ef þau verða kannski tekin upp eftir stuttan tíma og færð annað. En þetta er allt gert með hagsmuni barnanna í huga.“ Atvinnurekendur komi sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu Fannar segir að Grindavíkurbær sé komin í þéttara samband við grindvísk fyrirtæki og að mikilvægt sé að þau geti haldið sem minnst skertri starfsemi áfram í nærliggjandi sveitarfélögum. „Eitt af því sem veldur auðvitað fólki áhyggjum fjárhagslega er að missa vinnuna sína. Þá rofni ráðningarsamband við vinnuveitendur. Ríkisstjórnin hefur brugðist vel við því. Við erum núna komin í þéttara samband við fyrirtækin og erum að fá tilboð frá ýmsum aðilum um að atvinnurekendur í Grindavík geti komið sér fyrir hérna á höfuðborgarsvæðinu og haldið sem minnst skertri starfsemi áfram. Það er einn af þessum lykilþáttum sem skipta máli og við erum að fá góða aðstoð við.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
„Við erum að reyna að bæta upplýsingagjöf eins og við mögulega getum. Aðeins talandi um fræðslumálin þá fór mikil vinna í gang strax síðustu helgi á vegum fræðslusviðsins okkar og kennara, skólastjóra í grunnskólum og leikskólum að reyna að halda óskiptu skólahaldi fyrir börnin og ég get sagt frá því að fyrstu formlegu úrræðin verða tekin í gagnið í skólum Reykjavíkurborgar hér á miðvikudaginn kemur.“ Eðlilegt að skólinn sé ekki í forgangi Hann segir einnig að verið sé að reyna að koma leikskólamálum í réttan farveg. Hann segist einnig vita að eðlilegt sé að fólk setji ekki skólann í forgang þegar það veit ekki hver búsetuúrræði þeirra verði næstu vikurnar. „Sama er að segja um leikskólamálin, við erum að reyna er að koma þeim í réttan farveg. Það er eðlilegt að fólk sem ekki veit um framtíð sína eða búsetuúrræði næstu vikurnar sé ekki endilega að setja það í forgang að setja börnin sín í skóla núna, ef þau verða kannski tekin upp eftir stuttan tíma og færð annað. En þetta er allt gert með hagsmuni barnanna í huga.“ Atvinnurekendur komi sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu Fannar segir að Grindavíkurbær sé komin í þéttara samband við grindvísk fyrirtæki og að mikilvægt sé að þau geti haldið sem minnst skertri starfsemi áfram í nærliggjandi sveitarfélögum. „Eitt af því sem veldur auðvitað fólki áhyggjum fjárhagslega er að missa vinnuna sína. Þá rofni ráðningarsamband við vinnuveitendur. Ríkisstjórnin hefur brugðist vel við því. Við erum núna komin í þéttara samband við fyrirtækin og erum að fá tilboð frá ýmsum aðilum um að atvinnurekendur í Grindavík geti komið sér fyrir hérna á höfuðborgarsvæðinu og haldið sem minnst skertri starfsemi áfram. Það er einn af þessum lykilþáttum sem skipta máli og við erum að fá góða aðstoð við.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira