Málskostnaður, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 20. nóvember 2023 13:00 Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun