Alexander Máni dæmdur í sex ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2023 08:40 Alexander Máni mætir í héraðsdóm við þingfestingu málsins. Vísir/Vilhelm Alexander Máni Björnsson, tvítugur karlmaður, hefur verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar, fyrir aðild sína að hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Alexander Máni var einn 25 sem sættu ákæru í málinu. Hann var einn ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sættu ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Hann var sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps en sýknaður af ákæru fyrir þá þriðju. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson, verjandi hans, í samtali við fréttastofu fyrir utan dómsal. Ómar R. Valdimarsson við komu í héraðsdóm í morgun.Vísir/Vilhelm Refsingu flestra hefur verið frestað en nokkrir voru dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, nokkrir til í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi, einn í fjögurra mánaða fangelsi, tveir í átta mánaða fangelsi og einn í tólf mánaða fangelsi. Fylgst var með gangi mála í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Í ákæru málsins sagði að einn mannanna hafi hlotið tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hafi fengið sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 millimetra langa rifu neðst í milta og lítilsháttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hafi fengið fjögurra til fimm sentímetra skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Játaði fyrst að hafa stungið alla, svo bara tvo og loks aðeins einn Upphaflega játaði Alexander Máni í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa stungið alla mennina þrjá en við þingfestingu málsins breytti hann afstöðu sinni. Þá gekkst hann við því að hafa stungið tvo brotaþola. Við upphaf þinghalds þegar málflutningur verjanda í málinu átti að hefjast þann 2. október síðastliðinn varð uppi fótur og fit í veislusalnum Gullhömrum, sem notaður var sem dómsalur í málinu, þegar Alexander Máni dró aðra játninguna skyndilega til baka. Nota þurfti búkmyndavél lögregluþjóns til þess að taka skýrslu af Alexander Mána, enda var búið að ganga frá öllum upptökubúnaði þar sem skýrslutökum átti að vera lokið. Sigríður Hjaltested dómari í málinu sagði það óvirðingu við réttinn að breyta afstöðu sinni á síðustu stundu. Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, sagði afstöðu skjólstæðings síns hafa breyst kvöldið áður. Fórnarlömb stigu fram í útvarpsviðtali Tveir mannanna sem Alexander Máni var sagður hafa stungið, þeir Lúkas Geir Ingvarsson og Jhon Sebastian, lýstu árásinni í samtali við útvarpsmanninn Gústa B tveimur dögum eftir að hún var framin. Sakborningarnir 25 í málinu báru flestir um það í skýrslutökum að tilgangurinn með því að fara inn á Bankastræti Club að kvöldi 17. nóvember síðastliðins væri að ræða við meðlimi svokallaðs „Latino-hóps“. Meðlimir þess hóps hefðu árin á undan hótað mönnum úr röðum sakborninga og fjölskyldum þeirra margvíslegu ofbeldi. Þá hafi þeir til að mynda lagt eld að bifhjólum í eigu besta vinar Alexanders Mána skömmu fyrir árásina á skemmtistaðnum. Þeir Lúkas Geir og Jhon sögðust í skýrslutökum fyrir dómi ekkert kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningarnir lýstu. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01 „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. 28. september 2023 16:06 Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40 Verjendur óánægðir með kaffiskort Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. 25. september 2023 15:46 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Alexander Máni var einn 25 sem sættu ákæru í málinu. Hann var einn ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sættu ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Hann var sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps en sýknaður af ákæru fyrir þá þriðju. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson, verjandi hans, í samtali við fréttastofu fyrir utan dómsal. Ómar R. Valdimarsson við komu í héraðsdóm í morgun.Vísir/Vilhelm Refsingu flestra hefur verið frestað en nokkrir voru dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, nokkrir til í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi, einn í fjögurra mánaða fangelsi, tveir í átta mánaða fangelsi og einn í tólf mánaða fangelsi. Fylgst var með gangi mála í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Í ákæru málsins sagði að einn mannanna hafi hlotið tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hafi fengið sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 millimetra langa rifu neðst í milta og lítilsháttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hafi fengið fjögurra til fimm sentímetra skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Játaði fyrst að hafa stungið alla, svo bara tvo og loks aðeins einn Upphaflega játaði Alexander Máni í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa stungið alla mennina þrjá en við þingfestingu málsins breytti hann afstöðu sinni. Þá gekkst hann við því að hafa stungið tvo brotaþola. Við upphaf þinghalds þegar málflutningur verjanda í málinu átti að hefjast þann 2. október síðastliðinn varð uppi fótur og fit í veislusalnum Gullhömrum, sem notaður var sem dómsalur í málinu, þegar Alexander Máni dró aðra játninguna skyndilega til baka. Nota þurfti búkmyndavél lögregluþjóns til þess að taka skýrslu af Alexander Mána, enda var búið að ganga frá öllum upptökubúnaði þar sem skýrslutökum átti að vera lokið. Sigríður Hjaltested dómari í málinu sagði það óvirðingu við réttinn að breyta afstöðu sinni á síðustu stundu. Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, sagði afstöðu skjólstæðings síns hafa breyst kvöldið áður. Fórnarlömb stigu fram í útvarpsviðtali Tveir mannanna sem Alexander Máni var sagður hafa stungið, þeir Lúkas Geir Ingvarsson og Jhon Sebastian, lýstu árásinni í samtali við útvarpsmanninn Gústa B tveimur dögum eftir að hún var framin. Sakborningarnir 25 í málinu báru flestir um það í skýrslutökum að tilgangurinn með því að fara inn á Bankastræti Club að kvöldi 17. nóvember síðastliðins væri að ræða við meðlimi svokallaðs „Latino-hóps“. Meðlimir þess hóps hefðu árin á undan hótað mönnum úr röðum sakborninga og fjölskyldum þeirra margvíslegu ofbeldi. Þá hafi þeir til að mynda lagt eld að bifhjólum í eigu besta vinar Alexanders Mána skömmu fyrir árásina á skemmtistaðnum. Þeir Lúkas Geir og Jhon sögðust í skýrslutökum fyrir dómi ekkert kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningarnir lýstu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01 „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. 28. september 2023 16:06 Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40 Verjendur óánægðir með kaffiskort Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. 25. september 2023 15:46 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. 28. september 2023 16:06
Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40
Verjendur óánægðir með kaffiskort Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. 25. september 2023 15:46