Fánaberar stríðsins eru vestanhafs Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar 21. nóvember 2023 14:30 Vegna þeirrar blóðugu styrjaldar sem enn geisar fyrir botni Miðjarðarhafs hefur samstaða alþjóðarsamfélagsins fengið á sig þungt högg. Ekki ber síður að merkja höggið sem hefur sprungið eins og bóla framan í samfélög sem stórir minnihlutahópar búa í. Sorgarferlið nístir niður í dýpstu lífs og sálar rætur þeirra sem það snertir og mannfallið verður þeim sem til fórnarlambanna þekkja tilefni til að höggvast á í ræðu og riti. Annað eins smitar út frá sér og umbreytist fljótt í átök; átökin í hatur; og hatrið í uppnám og sundrungu. Þessi blóðuga krísa klýfur fólk í fylkingar hérna heima ekkert síður en menn klofna í afstöðu til hennar í nágrannalöndum okkar. Af öllu er sú staðreynd sennilega sorglegust, að í stað þess að sameinast um fordæmingu mannfallsins eins og það leggur sig, bjóðum við deilunni að hreiðra um sig meðal okkar. Sundurþykki deilunnar eitrar samfélagsloftið af áþreifanlegri spennu og menn lýsa yfir stuðningi við aðra hliðina, sem þeir telja jafnframt saklausa, og dæma hina um leið ólíðanlega brotlega. Menn lýsa yfir stuðningi sínum af næstum meiri áfergju en bresku fótboltabullurnar og skreyta sig á samfélagsmiðlum með fána landsins sem þeir styðja. Leyfist mér að spyrja hvers vegna enginn hefur fengið þá flugu í hausinn að setja báða fánana hlið við hlið? Tveggjaríkjalausnin svokallaða nær aldrei fram að ganga öðruvísi en að fánarnir blaki hlið við hlið sem samstæður en ekki andstæður. En samt þykir fólki í öruggri fjarlægð frá átökunum fánarnir vera andstæður á sama hátt og fylkingarnar sem átökin hverfast um finnst þeir vera andstæður. Þegar maður velur sér fána í deilu sem þessari, af sömu duttlungum og að klæðast treyju fótboltaliðsins sem maður heldur með, hafnar maður um leið skelfingunni sem hitt „liðið“ hefur þurft að þola. Hér finnst eflaust flestum vera um ögn alvarlegra mál en saklausan fótboltaleik að ræða. Um þetta hafa flestir líka rétt fyrir sér, staðan er grafalvarleg. En á meðan meira púðri er hlaðið í þann málflutning, að Ísrael þurfi að granda Palestínu til að komast af eða öfugt, gleymist fólkið sem hefur látið lífið af völdum stríðsins og sjálft stríðið er smækkað niður í hatramma íþrótt. Leikmenn og fyrirliðar – hvort heldur þú kýst að kalla þá fótgönguliða eða herforingja – hvers liðs og raunar liðin sjálf, eiga út af fyrir sig minnstu athyglina skilið en fá samt mest af henni. Jafnvel þegar svo ber undir að fjallað er um þjáningu óbreyttra borgara, er það yfirleitt gert í því skyni að benda á andstyggð og illsku liðsins sem olli tjóninu. En sjaldnast í því skyni að brýna fyrir þegnum vestrænna lýðræðisríkja, hversu dýrmætt langunnið friðarástand Vesturlanda er, og minna á mikilvægi þess að friður haldist þar sem hann þó er við lýði. Í stað þess eru margir hverjir yfir sig uppteknir af því hvor hliðin er skæðari og keppast um að strá fræjum sundrungar innan okkar samfélags. Enda gerir fólk sér iðulega mikinn mat úr öllu sem hægt er að rífast um á netinu. Fólk er þrasgjarnt að vanda og þvermóðskan brennur af einum spjallþræði yfir á þann næsta. Í ljósi þess mætti gera sér grillur um að fólk notfæri sér neyð átakanna til að svala eigin þörf fyrir rætnum og tilgangslausum netrifrildum. Ef satt reynist, gerir fólk það líklega óafvitandi. En skeytum ekkert um það. Snúum okkur frekar að því hversu siðlaus rifrildi um þessi mál eru. Vesturlönd hafa kosið að nálgast átökin, sem breiða út faðm sinn alla leið til okkar um þessar mundir, af grundvallarmisskilningi á skyldum okkar til okkar sjálfra og alþjóðarsamfélagsins. Það er ekki okkar hlutverk að standa með Palestínu eða Ísrael, enda brjóta báðir aðilar sýnilega í bága við gildin sem vestræn velferðarríki upphefja og hafa upphafið um aldaraðir. Okkar er einungis skyldan að upphefja þessi gildi. Að tryggja að þau hrörni ekki í okkar samfélagi, vegna innbyrðis ágreinings um réttmæti stríðs sem er svo fjarri okkur, að við þyrftum að sprengja tíu þúsund Hvalfjarðargöng til að komast í snertingu við það. Ennfremur er það ekki svo, að langorðar rökræður þurfi til þess, að afhjúpa hvar réttmætið liggur. Réttmætið blasir þvert á móti við í þjáningarþrungnum augum allra Palestínu-Araba og Ísraelsbúa, sem hrakningar stríðsins sökkva klóm sínum í. Með þessu fólki þurfum við að standa, þótt við séum ekki endilega þess umkominn að bjarga því. Og við þá staðreynd þurfum við að sættast. Jafnvel þeir sem eiga ættir að rekja til þessara slóða og búa meðal okkar, geta ekki krafist þess að vestræn velferðarríki verði vettvangur menningarlegs framhalds á þessari blóði drifnu deilu. Við getum ekki stöðvað deiluna með því að leyfa henni að blómstra meðal okkar. Enginn skyldi hins vegar halda að hér sé mælt með að stríðsátökum sé mætt af algjörri blindni, eins og þau séu hreinn uppspuni frá rótum. Síður en svo. Stríð sem þetta ætti helst að vekja okkur til djúprar umhugsunar um hvernig hægt sé að varðveita bál réttlætisins þar sem það þó logar. Vissulega getum við notað bál réttlætisins, sem brennur í hjarta okkar allra, til að fordæma aðra hliðina og hvítþvo hina, jafnvel þótt báðar séu sýnilega sekar. En slíkir flokkadrættir ala á hatri innan okkar samfélags og hatur er greið leið til glötunar. Fordæmingin þarf ávallt að lúta í lægra haldi fyrir því að snúa inn á við og vernda gildin sem sameina okkur. Við þurfum ekki að geta bjargað heiminum, en við þurfum að vera sterk fyrirmynd fyrir heiminn. Þess vegna eru netrifrildi um þessi mál tilgangslaus og ennfremur gjörsamlega siðlaus. Það sem öllu máli skiptir er að gildin okkar séu skýr. En þegar það rennur upp fyrir manni, að í miðjum hryllingnum sé Vesturlandabúum að yfirsjást verðmætin sem mestu máli skiptir að berjast fyrir, fölnar allt hitt í samanburði við þá uppgötvun, að stoðir okkar samfélags hljóti að veikjast fyrir vikið. Þá sér maður að sprungan þvert yfir Reykjanesskagann er táknræn fyrir eitthvað annað og meira en gliðnun jarðskorpunnar. Það er nefnilega svo auðvelt að dragast inn í deiluna á forsendum réttmætrar reiði og siðferðilegra yfirburða, og að beina hvoru tveggja að samlöndum sínum. En að falla í þá freistni þýðir að dýrmætri yfirsýn er skipt út fyrir þröngsýni nauts á leið til slátrunar. Þröngsýnt naut uppfullt af frumstæðum hvötum er reyndar eins ákjósanleg myndlíking og verið getur. Eins og nautin sem stangast á yfir kú sem þau vilja bæði ganga í augun á, missum við sjónar á gildunum sem mestu máli skipta og á meðan við erum heltekin af réttmætri reiði gagnvart þeim sem við rekum horn okkar í, hverfa þau út í sólsetrið ásamt kúnni. Höfundur er útskriftarefni við FÁ, eða einfaldlega nemandi við FÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Vegna þeirrar blóðugu styrjaldar sem enn geisar fyrir botni Miðjarðarhafs hefur samstaða alþjóðarsamfélagsins fengið á sig þungt högg. Ekki ber síður að merkja höggið sem hefur sprungið eins og bóla framan í samfélög sem stórir minnihlutahópar búa í. Sorgarferlið nístir niður í dýpstu lífs og sálar rætur þeirra sem það snertir og mannfallið verður þeim sem til fórnarlambanna þekkja tilefni til að höggvast á í ræðu og riti. Annað eins smitar út frá sér og umbreytist fljótt í átök; átökin í hatur; og hatrið í uppnám og sundrungu. Þessi blóðuga krísa klýfur fólk í fylkingar hérna heima ekkert síður en menn klofna í afstöðu til hennar í nágrannalöndum okkar. Af öllu er sú staðreynd sennilega sorglegust, að í stað þess að sameinast um fordæmingu mannfallsins eins og það leggur sig, bjóðum við deilunni að hreiðra um sig meðal okkar. Sundurþykki deilunnar eitrar samfélagsloftið af áþreifanlegri spennu og menn lýsa yfir stuðningi við aðra hliðina, sem þeir telja jafnframt saklausa, og dæma hina um leið ólíðanlega brotlega. Menn lýsa yfir stuðningi sínum af næstum meiri áfergju en bresku fótboltabullurnar og skreyta sig á samfélagsmiðlum með fána landsins sem þeir styðja. Leyfist mér að spyrja hvers vegna enginn hefur fengið þá flugu í hausinn að setja báða fánana hlið við hlið? Tveggjaríkjalausnin svokallaða nær aldrei fram að ganga öðruvísi en að fánarnir blaki hlið við hlið sem samstæður en ekki andstæður. En samt þykir fólki í öruggri fjarlægð frá átökunum fánarnir vera andstæður á sama hátt og fylkingarnar sem átökin hverfast um finnst þeir vera andstæður. Þegar maður velur sér fána í deilu sem þessari, af sömu duttlungum og að klæðast treyju fótboltaliðsins sem maður heldur með, hafnar maður um leið skelfingunni sem hitt „liðið“ hefur þurft að þola. Hér finnst eflaust flestum vera um ögn alvarlegra mál en saklausan fótboltaleik að ræða. Um þetta hafa flestir líka rétt fyrir sér, staðan er grafalvarleg. En á meðan meira púðri er hlaðið í þann málflutning, að Ísrael þurfi að granda Palestínu til að komast af eða öfugt, gleymist fólkið sem hefur látið lífið af völdum stríðsins og sjálft stríðið er smækkað niður í hatramma íþrótt. Leikmenn og fyrirliðar – hvort heldur þú kýst að kalla þá fótgönguliða eða herforingja – hvers liðs og raunar liðin sjálf, eiga út af fyrir sig minnstu athyglina skilið en fá samt mest af henni. Jafnvel þegar svo ber undir að fjallað er um þjáningu óbreyttra borgara, er það yfirleitt gert í því skyni að benda á andstyggð og illsku liðsins sem olli tjóninu. En sjaldnast í því skyni að brýna fyrir þegnum vestrænna lýðræðisríkja, hversu dýrmætt langunnið friðarástand Vesturlanda er, og minna á mikilvægi þess að friður haldist þar sem hann þó er við lýði. Í stað þess eru margir hverjir yfir sig uppteknir af því hvor hliðin er skæðari og keppast um að strá fræjum sundrungar innan okkar samfélags. Enda gerir fólk sér iðulega mikinn mat úr öllu sem hægt er að rífast um á netinu. Fólk er þrasgjarnt að vanda og þvermóðskan brennur af einum spjallþræði yfir á þann næsta. Í ljósi þess mætti gera sér grillur um að fólk notfæri sér neyð átakanna til að svala eigin þörf fyrir rætnum og tilgangslausum netrifrildum. Ef satt reynist, gerir fólk það líklega óafvitandi. En skeytum ekkert um það. Snúum okkur frekar að því hversu siðlaus rifrildi um þessi mál eru. Vesturlönd hafa kosið að nálgast átökin, sem breiða út faðm sinn alla leið til okkar um þessar mundir, af grundvallarmisskilningi á skyldum okkar til okkar sjálfra og alþjóðarsamfélagsins. Það er ekki okkar hlutverk að standa með Palestínu eða Ísrael, enda brjóta báðir aðilar sýnilega í bága við gildin sem vestræn velferðarríki upphefja og hafa upphafið um aldaraðir. Okkar er einungis skyldan að upphefja þessi gildi. Að tryggja að þau hrörni ekki í okkar samfélagi, vegna innbyrðis ágreinings um réttmæti stríðs sem er svo fjarri okkur, að við þyrftum að sprengja tíu þúsund Hvalfjarðargöng til að komast í snertingu við það. Ennfremur er það ekki svo, að langorðar rökræður þurfi til þess, að afhjúpa hvar réttmætið liggur. Réttmætið blasir þvert á móti við í þjáningarþrungnum augum allra Palestínu-Araba og Ísraelsbúa, sem hrakningar stríðsins sökkva klóm sínum í. Með þessu fólki þurfum við að standa, þótt við séum ekki endilega þess umkominn að bjarga því. Og við þá staðreynd þurfum við að sættast. Jafnvel þeir sem eiga ættir að rekja til þessara slóða og búa meðal okkar, geta ekki krafist þess að vestræn velferðarríki verði vettvangur menningarlegs framhalds á þessari blóði drifnu deilu. Við getum ekki stöðvað deiluna með því að leyfa henni að blómstra meðal okkar. Enginn skyldi hins vegar halda að hér sé mælt með að stríðsátökum sé mætt af algjörri blindni, eins og þau séu hreinn uppspuni frá rótum. Síður en svo. Stríð sem þetta ætti helst að vekja okkur til djúprar umhugsunar um hvernig hægt sé að varðveita bál réttlætisins þar sem það þó logar. Vissulega getum við notað bál réttlætisins, sem brennur í hjarta okkar allra, til að fordæma aðra hliðina og hvítþvo hina, jafnvel þótt báðar séu sýnilega sekar. En slíkir flokkadrættir ala á hatri innan okkar samfélags og hatur er greið leið til glötunar. Fordæmingin þarf ávallt að lúta í lægra haldi fyrir því að snúa inn á við og vernda gildin sem sameina okkur. Við þurfum ekki að geta bjargað heiminum, en við þurfum að vera sterk fyrirmynd fyrir heiminn. Þess vegna eru netrifrildi um þessi mál tilgangslaus og ennfremur gjörsamlega siðlaus. Það sem öllu máli skiptir er að gildin okkar séu skýr. En þegar það rennur upp fyrir manni, að í miðjum hryllingnum sé Vesturlandabúum að yfirsjást verðmætin sem mestu máli skiptir að berjast fyrir, fölnar allt hitt í samanburði við þá uppgötvun, að stoðir okkar samfélags hljóti að veikjast fyrir vikið. Þá sér maður að sprungan þvert yfir Reykjanesskagann er táknræn fyrir eitthvað annað og meira en gliðnun jarðskorpunnar. Það er nefnilega svo auðvelt að dragast inn í deiluna á forsendum réttmætrar reiði og siðferðilegra yfirburða, og að beina hvoru tveggja að samlöndum sínum. En að falla í þá freistni þýðir að dýrmætri yfirsýn er skipt út fyrir þröngsýni nauts á leið til slátrunar. Þröngsýnt naut uppfullt af frumstæðum hvötum er reyndar eins ákjósanleg myndlíking og verið getur. Eins og nautin sem stangast á yfir kú sem þau vilja bæði ganga í augun á, missum við sjónar á gildunum sem mestu máli skipta og á meðan við erum heltekin af réttmætri reiði gagnvart þeim sem við rekum horn okkar í, hverfa þau út í sólsetrið ásamt kúnni. Höfundur er útskriftarefni við FÁ, eða einfaldlega nemandi við FÁ.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun