Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 15:41 Carrin F. Patman var skipuð sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ágúst í fyrra. Hún er lögfræðingur að mennt. Sendiráð Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal
Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira