Úsbekar gerðu sér nefnilega lítið fyrir og unnu leikinn, 2-1, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum HM. Þar mæta þeir annað hvort Frökkum eða Senegölum.
Amirbek Saidov kom Úsbekistan yfir strax á 4. mínútu en Joel Ndada, leikmaður Manchester City, jafnaði níu mínútum fyrir hálfleik.
Á 68. mínútu skoraði Lazizbek Mirzaev svo sigurmark Úsbekistans með skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Úsbekum í vil.
Sannarlega óvænt úrslit enda Úsbekistan ekki sérstaklega þekkt fyrir afrek sín á fótboltavellinum. A-landslið Úsbeka er til að mynda í 73. sæti styrkleikalista FIFA.