Isavia sýknað af milljarðakröfu í deilu um rútustæði Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 07:00 Rútustæðin við Leifsstöð hafa verið þrætuepli í mörg ár. Vísir/Vilhelm Isavia ohf. var í gær sýknað af öllum kröfum Airport Direct ehf. og Hópbíla ehf. í máli sem sneri að deilum um rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Airport Direct krafðist greiðslu upp á tæplega milljarð króna og Hópbílar 170 milljóna króna og helmingunar á gjaldi sem fyrirtækið greiðir fyrir notkun svokallaðra nærstæða. Málið á rætur að rekja til rekstrarleyfissamnings sem Isavia gerði árið 2017 við Hópbíla um svokölluð nærstæði fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og miðasöluaðstöðu innan flugstöðvarbyggingarinnar. Samningurinn var gerður í samræmi við niðurstöðu útboðs sem Isavia efndi til. Þrjú tilboð bárust í útboðinu. Tilboð Hópbifreiða Kynnisferða ehf. var hagstæðast fyrir stefnda, en það fól meðal annars í sér að greitt yrði veltugjald sem næmi 41,2 prósent af farmiðaverði til Isavia, tilboð Hópbíla ehf. fól í sér 33,3 prósent veltugjald og Allrahanda GL ehf. bauð 26,5 prósent veltugjald. Síðasttalda fyrirtækið laut þar með í lægra haldi í útboðinu. Því var strax lýst yfir af hálfu Allrahanda GL ehf. að félagið myndi halda áfram áætlunarakstri frá flugstöðinni og nýta til þess svokölluð fjarstæði við flugstöðina í þeim tilgangi, sem það og gerði. Þoldu ekki að aðrir þyrftu ekki að greiða fyrir verri stæði Hluti af útboðsskilyrðum var að Isavia myndi innheimta gjald af notkun fjarstæðanna, til þess að tryggja samkeppnishæfi þeirra rútufyrirtækja sem notuðu nærstæðin. Árið 2020 beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Isavia að „koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku“ á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli. Tilmælin voru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina. Þar voru undir fyrrnefnd nærstæði, sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur, og svo fjarstæði sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri. Allrahanda kvartaði undir fyrirkomulaginu og ákvað Samkeppniseftirlitið um mitt árið 2018 að stöðva gjaldtöku Isavia á fjarstæðum - „þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu eftirlitsins. Bæði Kynnisferðir og Hópbílar töldu að með þessu væri vegið að samkeppnishæfni þeirra við rútufyrirtæki sem notuðu fjarstæðin. Kynnisferðir þegar tapað sams konar máli Árið 2019 stefndu Kynnisferðis Isavia vegna ákvörðunarinnar um að hætta gjaldtöku á fjarstæðunum. Rúturisinn krafðist þess að greiðslur sínar til Isavia yrðu lækkaðar enda hafi ákvörðun fyrirtækisins, sem var tekin að kröfu Samkeppniseftirlitsins, raskað samkeppni þeirra rútufyrirtækja sem hafa með höndum farþegaflutninga til og frá flugvellinum. Þá kröfðust Kynnisferðir endurgreiðslu þegar greiddra gjalda upp á 330 milljónir króna. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í júní árið 2021 var Isavia sýknað af öllum kröfum Kynnisferða. Krefjast bóta á grundvelli sakarreglunnar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Airport Direct og Hópbílar reisi bótakröfur sínar á hendur Isavia á ólíkum grunni enda sé réttarstaða þeirra gagnvart Isavia og gagnvart atvikum máls hvor með sínum hætti. Stefnandinn Hópbílar ehf. eigi í samningssambandi við Isavia á grundvelli rekstrarleyfissamnings um aðstöðu hópferðabifreiða í og við flugstöð Leifs Eiríkssonar,upphaflega frá 17. apríl 2018. Stefnandinn Airport Direct ehf. sé ekki í samningssambandi við Isavia en eigi aðild að efndum fyrrgreinds samnings af hálfu stefnandans Hópbíla ehf. sem undirverktaki í samræmi við samning milli stefnenda á grundvelli gagnkvæms þjónustu-og verksamnings. Því hafi verið lýst afdráttarlaust yfir af hálfu stefnandans Airport Direct ehf. í málinu að kröfur hans á hendur Isavia byggist á sakarreglu skaðabótaréttar utan samninga, þar sem starfsmenn Isavia hafi valdið Airport Direct saknæmu tjóni við framkvæmd rekstrarleyfissamningsins. Samkeppniseftirlitinu að kenna að gjald var ekki innheimt Í dóminum segir að það sé vafa undirorpið hvort Airport Direct geti byggt kröfur sínar á yfirlýsingum sem Isavia gaf í útboðsferli sem stefnandinn átti ekki aðild að. Í annan stað yrði ekki séð að starfsmenn Isavia hafi haft í frammi saknæma háttsemi í þessu tilliti. Fyrir liggi að upplýst hafi verið við útboðsferlið að til stæði að taka upp gjaldtöku af fjarstæðum sem höfðu fram að því verið gjaldfrjáls og eins liggi fyrir að Isavia hafi tilkynnt um gjaldtöku af fjarstæðum í desember 2017 sem átti að taka gildi 1. mars 2018. Meðal þeirra gjalda sem Isavia hafi hugðst leggja á hafi verið gjald að fjárhæð 19.900 krónur af stærstu hópferðabifreiðunum. Stefnendur hafi byggt á því að það gjald hefði nægt til að tryggja eðlilega samkeppni að þeirra mati milli þeirra sem nýttu fjarstæðin og þeirra sem nýttu nærstæðin til áætlunarferða frá flugvellinum til höfuðborgarsvæðisins. Það hafi á hinn bóginn ekki verið vegna saknæmrar háttsemi starfsmanna Isavia að gjaldið tók ekki gildi, heldur hafi Samkeppniseftirlitið komið í veg fyrir það. „Með hliðsjón af framanrituðu, þar sem stefndi hafði fullan hug á gjaldtöku sem stefnendur telja að hefði verið fullnægjandi en var bönnuð sú gjaldtaka með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, verður því hafnað að stefndi hafi skapað sér skaðabótaskyldu utan samninga með saknæmum og ólögmætum hætti gagnvart stefnandanum Airport Direct ehf..“ Þá sagði einnig að minnisblað ráðgjafarfyrirtækis, þar sem meint tjón Airport Direct var reiknað út, hafi verið í miklu ósamræmi við útreikninga dómkvaddra matsmanna. Því lægi hvorki fyrir sönnun um saknæma háttsemi né sannað tjón. Því var Isavia sýknað af öllum kröfum Airport Direct. Hópbílar hafi mátt búast við samkeppni af fjarstæðunum Hluti af málsástæðum Hópbíla var að miða við teikningar af flugstöðinni í útboðsgögnum hafi mátt draga þá ályktun að ekki væri gert ráð fyrir áætlunarferðum til og frá fjarstæðunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki yrði fallið á þennan málatilbúnað Hópbíla enda hafi ítrekað verið innt eftir því í útboðsferlinu hvernig gjaldtöku yrði háttað af fjarstæðum og hvernig fyrirtækjum sem slíkan rekstur stunduðu yrðu settar skorður. Þá hafi meðal annars verið innt eftir því hvernig upplýsingum um aðra akstursþjónustu hópbifreiða innan flugstöðvarinnar yrði háttað. Í ljósi þeirrar umfjöllunar um akstur af fjarstæðunum, sem fram kom í tilefni af fyrirspurnum í útboðsferlinu, gæti stefnandanum ekki hafa dulist að von gæti verið á samkeppni vegna aksturs frá fjarstæðunum. Hafi hann talið að með slíkum akstri brystu forsendur fyrir tilboði hans hefði hann átt að sleppa því að gera tilboð enda hafi fyrirspurnir og svör við þeim legið fyrir í útboðsferlinu áður en tilboð voru opnuð. „Í síðasta lagi hafi honum mátt vera þetta ljóst og hann þá mögulega haft svigrúm til að bregðast við þegar því var lýst yfir strax í kjölfar opnunar tilboða af hálfu Allrahanda GL ehf. að fyrirtækið myndi leggja stund á áætlunarakstur frá fjarstæðunum. Það gerði stefnandinn ekki.“ Útboðið hafi aðeins varðað nærstæðin Þá segir að Hópbílar hafi byggt á því að Isavia hafi brugðist þeirri samningsskyldu sinni að haga gjaldtöku á fjarstæðum þannig að hagur rekstrarleyfishafa [Hópbíla og Kynnisferða] væri tryggður. Fallast megi á það með Hópbílum að svar Isavia við fyrirspurn Hópbíla hafi gefið fyrirtækinu tilefni til að ætla að þeirri gjaldtöku yrði þannig háttað að hagsmunum rekstrarleyfishafa yrði borgið. Á hinn bóginn yrði að horfa til þess að þau gæði sem verið var að bjóða út lutu að nærstæðunum og aðstöðu innan flugstöðvarbyggingarinnar en ekki öðru. Hæopbílum, sem sérfræðingi eftir ríflega tuttugu ár í rekstri hópferðabifreiða, hafi mátt vera kunn þýðing þess að gerður væri sérleyfissamningur í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um gerð sérleyfissamninga, sem sérstaklega hafi verið vísað til í útboðsgögnum. Fyrir lægi að með gerð sérleyfissamnings fælist yfirfærsla til sérleyfishafans á rekstraráhættu við að hagnýta sér umrætt verk eða þjónustu.Í þeirri áhættu felist, með vísan til tilskipunarinnar, að sérleyfishafinn beri hana þegar ekki er tryggt við venjulegar rekstraraðstæður að hann endurheimti fjárfestingu eða kostnað við rækslu þess verks eða þjónustu sem sérleyfið snýst um. Í ljósi þessarar afdráttarlausu skyldu sýnist það hafa staðið Hópbílum næst að taka afstöðu til þess áður en ráðist var í gerð sérleyfissamnings við Isavia hvaða afleiðingar það ætti að hafa ef út af brygði um væntingar Hópbíla gagnvart nýtingu fjarstæðanna. Sérstaklega væri það brýnt þegar horft er til þess að langsótt sé að túlka svar Isavia við fyrirspurninni með svo afdráttarlausum hætti að það svar yrði talið fela í sér skuldbindandi loforð af hálfu Isavia. Hvorki um það hvort gjaldtaka yrði tekin upp né að umfang hennar yrði slíkt að samkeppnisaðilar myndu hrökklast frá eða verða undir í samkeppninni. Loks yrði í þessu tilliti að horfa til þess að Isavia lét verða af því að boða gjaldtöku af fjarstæðunum en var gert afturreka með þá ákvörðun og varð að endingu að ákveða aðra og mun lægri fjárhæð sem gjald fyrir þessi stæði en þá sem fyrirtækið hafði lagt upp með. „Af því sem nú hefur verið rakið leiðir að ekki verður lagt til grundvallar að stefndi hafi brugðist samningsskuldbindingum sínum vegna væntinga stefnanda um gjaldtöku stefnda af fjarstæðum. Engum forsendubresti er þannig til að dreifa.“ Með vísan til þessa og sömu ástæðu varðandi útreikninga tjóns og í tilfelli Airport Direct var Isavia sýknað af kröfum Hópbíla. Vildu breyta samningnum vegna ósanngirni Hópbílar kröfðust þess einnig að samningi við Isavia yrði breytt með vísan til ákvæðis samningalaga um að breyta megi samningi ef yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Annars vegar var krafist lækkunar prósentuhlutfalls veltugjalds sem þannig yrði breytt úr 33 prósent í 16,66 prósent og að samskonar lækkun ætti sér stað þegar reiknað sé út árlegt lágmarksgjald samkvæmt samningnum. Í niðurstöðu dómsins segir að gjaldtaka á fjarstæðunum hafi ekki verið forsenda fyrir því að Hópbílar sömdu við Isavia og að Hópbílar hafi ekki nýtt sér uppsagnarákvæði samningsins, heldur hefðu þvert á móti framlengt hann. Þannig væri ekki að sjá að ósanngjarnt væri af Isavia að bera fyrir sig samninginn óbreyttan. Isavia var því sömuleiðis sýknað af þeirri kröfu. Með vísan til úrslita málsins var Airport Direct og Hópbílum gert að greiða Isavia óskipt fjórar milljónir króna í málskostnað. Málskostnaður var ákveðinn með nokkurri hliðsjón af yfirliti yfir tímafjölda lögmanns stefnda. „Ekki eru þó forsendur til að leggja yfirlitið alfarið til grundvallar hvaðtímafjölda snertir þar sem fjöldi þeirra sýnist nokkuð umfram tilefni auk þess sem tímagjald er að hluta til hærra en stefnendum verði gert að bæta stefnda með greiðslu málskostnaðar.“ Mjög ítarlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Málið á rætur að rekja til rekstrarleyfissamnings sem Isavia gerði árið 2017 við Hópbíla um svokölluð nærstæði fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og miðasöluaðstöðu innan flugstöðvarbyggingarinnar. Samningurinn var gerður í samræmi við niðurstöðu útboðs sem Isavia efndi til. Þrjú tilboð bárust í útboðinu. Tilboð Hópbifreiða Kynnisferða ehf. var hagstæðast fyrir stefnda, en það fól meðal annars í sér að greitt yrði veltugjald sem næmi 41,2 prósent af farmiðaverði til Isavia, tilboð Hópbíla ehf. fól í sér 33,3 prósent veltugjald og Allrahanda GL ehf. bauð 26,5 prósent veltugjald. Síðasttalda fyrirtækið laut þar með í lægra haldi í útboðinu. Því var strax lýst yfir af hálfu Allrahanda GL ehf. að félagið myndi halda áfram áætlunarakstri frá flugstöðinni og nýta til þess svokölluð fjarstæði við flugstöðina í þeim tilgangi, sem það og gerði. Þoldu ekki að aðrir þyrftu ekki að greiða fyrir verri stæði Hluti af útboðsskilyrðum var að Isavia myndi innheimta gjald af notkun fjarstæðanna, til þess að tryggja samkeppnishæfi þeirra rútufyrirtækja sem notuðu nærstæðin. Árið 2020 beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Isavia að „koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku“ á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli. Tilmælin voru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina. Þar voru undir fyrrnefnd nærstæði, sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur, og svo fjarstæði sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri. Allrahanda kvartaði undir fyrirkomulaginu og ákvað Samkeppniseftirlitið um mitt árið 2018 að stöðva gjaldtöku Isavia á fjarstæðum - „þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu eftirlitsins. Bæði Kynnisferðir og Hópbílar töldu að með þessu væri vegið að samkeppnishæfni þeirra við rútufyrirtæki sem notuðu fjarstæðin. Kynnisferðir þegar tapað sams konar máli Árið 2019 stefndu Kynnisferðis Isavia vegna ákvörðunarinnar um að hætta gjaldtöku á fjarstæðunum. Rúturisinn krafðist þess að greiðslur sínar til Isavia yrðu lækkaðar enda hafi ákvörðun fyrirtækisins, sem var tekin að kröfu Samkeppniseftirlitsins, raskað samkeppni þeirra rútufyrirtækja sem hafa með höndum farþegaflutninga til og frá flugvellinum. Þá kröfðust Kynnisferðir endurgreiðslu þegar greiddra gjalda upp á 330 milljónir króna. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í júní árið 2021 var Isavia sýknað af öllum kröfum Kynnisferða. Krefjast bóta á grundvelli sakarreglunnar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Airport Direct og Hópbílar reisi bótakröfur sínar á hendur Isavia á ólíkum grunni enda sé réttarstaða þeirra gagnvart Isavia og gagnvart atvikum máls hvor með sínum hætti. Stefnandinn Hópbílar ehf. eigi í samningssambandi við Isavia á grundvelli rekstrarleyfissamnings um aðstöðu hópferðabifreiða í og við flugstöð Leifs Eiríkssonar,upphaflega frá 17. apríl 2018. Stefnandinn Airport Direct ehf. sé ekki í samningssambandi við Isavia en eigi aðild að efndum fyrrgreinds samnings af hálfu stefnandans Hópbíla ehf. sem undirverktaki í samræmi við samning milli stefnenda á grundvelli gagnkvæms þjónustu-og verksamnings. Því hafi verið lýst afdráttarlaust yfir af hálfu stefnandans Airport Direct ehf. í málinu að kröfur hans á hendur Isavia byggist á sakarreglu skaðabótaréttar utan samninga, þar sem starfsmenn Isavia hafi valdið Airport Direct saknæmu tjóni við framkvæmd rekstrarleyfissamningsins. Samkeppniseftirlitinu að kenna að gjald var ekki innheimt Í dóminum segir að það sé vafa undirorpið hvort Airport Direct geti byggt kröfur sínar á yfirlýsingum sem Isavia gaf í útboðsferli sem stefnandinn átti ekki aðild að. Í annan stað yrði ekki séð að starfsmenn Isavia hafi haft í frammi saknæma háttsemi í þessu tilliti. Fyrir liggi að upplýst hafi verið við útboðsferlið að til stæði að taka upp gjaldtöku af fjarstæðum sem höfðu fram að því verið gjaldfrjáls og eins liggi fyrir að Isavia hafi tilkynnt um gjaldtöku af fjarstæðum í desember 2017 sem átti að taka gildi 1. mars 2018. Meðal þeirra gjalda sem Isavia hafi hugðst leggja á hafi verið gjald að fjárhæð 19.900 krónur af stærstu hópferðabifreiðunum. Stefnendur hafi byggt á því að það gjald hefði nægt til að tryggja eðlilega samkeppni að þeirra mati milli þeirra sem nýttu fjarstæðin og þeirra sem nýttu nærstæðin til áætlunarferða frá flugvellinum til höfuðborgarsvæðisins. Það hafi á hinn bóginn ekki verið vegna saknæmrar háttsemi starfsmanna Isavia að gjaldið tók ekki gildi, heldur hafi Samkeppniseftirlitið komið í veg fyrir það. „Með hliðsjón af framanrituðu, þar sem stefndi hafði fullan hug á gjaldtöku sem stefnendur telja að hefði verið fullnægjandi en var bönnuð sú gjaldtaka með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, verður því hafnað að stefndi hafi skapað sér skaðabótaskyldu utan samninga með saknæmum og ólögmætum hætti gagnvart stefnandanum Airport Direct ehf..“ Þá sagði einnig að minnisblað ráðgjafarfyrirtækis, þar sem meint tjón Airport Direct var reiknað út, hafi verið í miklu ósamræmi við útreikninga dómkvaddra matsmanna. Því lægi hvorki fyrir sönnun um saknæma háttsemi né sannað tjón. Því var Isavia sýknað af öllum kröfum Airport Direct. Hópbílar hafi mátt búast við samkeppni af fjarstæðunum Hluti af málsástæðum Hópbíla var að miða við teikningar af flugstöðinni í útboðsgögnum hafi mátt draga þá ályktun að ekki væri gert ráð fyrir áætlunarferðum til og frá fjarstæðunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki yrði fallið á þennan málatilbúnað Hópbíla enda hafi ítrekað verið innt eftir því í útboðsferlinu hvernig gjaldtöku yrði háttað af fjarstæðum og hvernig fyrirtækjum sem slíkan rekstur stunduðu yrðu settar skorður. Þá hafi meðal annars verið innt eftir því hvernig upplýsingum um aðra akstursþjónustu hópbifreiða innan flugstöðvarinnar yrði háttað. Í ljósi þeirrar umfjöllunar um akstur af fjarstæðunum, sem fram kom í tilefni af fyrirspurnum í útboðsferlinu, gæti stefnandanum ekki hafa dulist að von gæti verið á samkeppni vegna aksturs frá fjarstæðunum. Hafi hann talið að með slíkum akstri brystu forsendur fyrir tilboði hans hefði hann átt að sleppa því að gera tilboð enda hafi fyrirspurnir og svör við þeim legið fyrir í útboðsferlinu áður en tilboð voru opnuð. „Í síðasta lagi hafi honum mátt vera þetta ljóst og hann þá mögulega haft svigrúm til að bregðast við þegar því var lýst yfir strax í kjölfar opnunar tilboða af hálfu Allrahanda GL ehf. að fyrirtækið myndi leggja stund á áætlunarakstur frá fjarstæðunum. Það gerði stefnandinn ekki.“ Útboðið hafi aðeins varðað nærstæðin Þá segir að Hópbílar hafi byggt á því að Isavia hafi brugðist þeirri samningsskyldu sinni að haga gjaldtöku á fjarstæðum þannig að hagur rekstrarleyfishafa [Hópbíla og Kynnisferða] væri tryggður. Fallast megi á það með Hópbílum að svar Isavia við fyrirspurn Hópbíla hafi gefið fyrirtækinu tilefni til að ætla að þeirri gjaldtöku yrði þannig háttað að hagsmunum rekstrarleyfishafa yrði borgið. Á hinn bóginn yrði að horfa til þess að þau gæði sem verið var að bjóða út lutu að nærstæðunum og aðstöðu innan flugstöðvarbyggingarinnar en ekki öðru. Hæopbílum, sem sérfræðingi eftir ríflega tuttugu ár í rekstri hópferðabifreiða, hafi mátt vera kunn þýðing þess að gerður væri sérleyfissamningur í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um gerð sérleyfissamninga, sem sérstaklega hafi verið vísað til í útboðsgögnum. Fyrir lægi að með gerð sérleyfissamnings fælist yfirfærsla til sérleyfishafans á rekstraráhættu við að hagnýta sér umrætt verk eða þjónustu.Í þeirri áhættu felist, með vísan til tilskipunarinnar, að sérleyfishafinn beri hana þegar ekki er tryggt við venjulegar rekstraraðstæður að hann endurheimti fjárfestingu eða kostnað við rækslu þess verks eða þjónustu sem sérleyfið snýst um. Í ljósi þessarar afdráttarlausu skyldu sýnist það hafa staðið Hópbílum næst að taka afstöðu til þess áður en ráðist var í gerð sérleyfissamnings við Isavia hvaða afleiðingar það ætti að hafa ef út af brygði um væntingar Hópbíla gagnvart nýtingu fjarstæðanna. Sérstaklega væri það brýnt þegar horft er til þess að langsótt sé að túlka svar Isavia við fyrirspurninni með svo afdráttarlausum hætti að það svar yrði talið fela í sér skuldbindandi loforð af hálfu Isavia. Hvorki um það hvort gjaldtaka yrði tekin upp né að umfang hennar yrði slíkt að samkeppnisaðilar myndu hrökklast frá eða verða undir í samkeppninni. Loks yrði í þessu tilliti að horfa til þess að Isavia lét verða af því að boða gjaldtöku af fjarstæðunum en var gert afturreka með þá ákvörðun og varð að endingu að ákveða aðra og mun lægri fjárhæð sem gjald fyrir þessi stæði en þá sem fyrirtækið hafði lagt upp með. „Af því sem nú hefur verið rakið leiðir að ekki verður lagt til grundvallar að stefndi hafi brugðist samningsskuldbindingum sínum vegna væntinga stefnanda um gjaldtöku stefnda af fjarstæðum. Engum forsendubresti er þannig til að dreifa.“ Með vísan til þessa og sömu ástæðu varðandi útreikninga tjóns og í tilfelli Airport Direct var Isavia sýknað af kröfum Hópbíla. Vildu breyta samningnum vegna ósanngirni Hópbílar kröfðust þess einnig að samningi við Isavia yrði breytt með vísan til ákvæðis samningalaga um að breyta megi samningi ef yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Annars vegar var krafist lækkunar prósentuhlutfalls veltugjalds sem þannig yrði breytt úr 33 prósent í 16,66 prósent og að samskonar lækkun ætti sér stað þegar reiknað sé út árlegt lágmarksgjald samkvæmt samningnum. Í niðurstöðu dómsins segir að gjaldtaka á fjarstæðunum hafi ekki verið forsenda fyrir því að Hópbílar sömdu við Isavia og að Hópbílar hafi ekki nýtt sér uppsagnarákvæði samningsins, heldur hefðu þvert á móti framlengt hann. Þannig væri ekki að sjá að ósanngjarnt væri af Isavia að bera fyrir sig samninginn óbreyttan. Isavia var því sömuleiðis sýknað af þeirri kröfu. Með vísan til úrslita málsins var Airport Direct og Hópbílum gert að greiða Isavia óskipt fjórar milljónir króna í málskostnað. Málskostnaður var ákveðinn með nokkurri hliðsjón af yfirliti yfir tímafjölda lögmanns stefnda. „Ekki eru þó forsendur til að leggja yfirlitið alfarið til grundvallar hvaðtímafjölda snertir þar sem fjöldi þeirra sýnist nokkuð umfram tilefni auk þess sem tímagjald er að hluta til hærra en stefnendum verði gert að bæta stefnda með greiðslu málskostnaðar.“ Mjög ítarlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira