Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 82-111 | Sigurganga Grindvíkinga á enda Andri Már Eggertsson skrifar 24. nóvember 2023 19:28 Sigurður Pétursson fór á kostum í kvöld gegn Grindavík Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið heimsótti Grindvíkinga á bráðabirgða heimavöll gulklæddra í Smáranum í kvöld, 82-111. Grindvíkingar höfðu unnið fjóra deildarleiki í röð fyrir leik kvöldsins. Keflavík byrjaði af fullum krafti og gerði fyrstu tíu stigin á tæplega einni og hálfri mínútu. Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur, var mættur á sinn gamla heimavöll í Smáranum og var að finna sig vel í upphafi. Sigurður var allt í öllu hjá Keflavík og gerði 10 af fyrstu 15 stigum Keflvíkinga. Það tók Grindavík þrjár mínútur að komast á blað en eftir það fóru hjólin að snúast og Grindvíkingar voru snöggir að saxa á forskot Keflavíkur með Dedrick Basile allt í öllu. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 25-28. Liðin byrjuðu annan leikhluta á að skiptast á körfum en síðan fór Keflavíkurhraðlestin af stað. Það var allt ofan í hjá Keflvíkingum á meðan var eins og það væri lokað fyrir körfuna þegar að Grindvíkingar tóku skot. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, reyndi að bregðast við með því að taka tvö leikhlé með þriggja mínútna millibili en ekkert fékk Keflavík stöðvað. Það héldu Sigurði Péturssyni engin bönd. Sigurður fór á kostum og gerði 21 stig í fyrri hálfleik á aðeins fimmtán mínútum. Sigurður tók sex þriggja stiga skot og hitti úr fimm skotum og var með 83 prósent þriggja stiga nýtingu. Staðan í hálfleik var 35-57. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi fengið fimmtán mínútna pásu til þess að stilla saman strengi breyttist ekkert í þeirra leik. Keflvíkingar héldu áfram að hitta og forystan jókst. Jóhann reyndi að bregðast við með því að taka leikhlé eins og oft áður í kvöld. Keflavík var 22 stigum yfir 64-86 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Þrátt fyrir að sigur Keflvíkinga væri í höfn var mikil harka í fjórða leikhluta og bæði lið létu finna mikið fyrir sér. Jaka Brodnik gaf Val Orra Valssyni olnboga og Valur var allt annað en sáttur með sinn gamla liðsfélaga. Keflavík endaði á að vinna með tuttugu og níu stiga mun 88-111. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar mættu vel gíraðir í leikinn og settu tóninn með því að gera fyrstu tíu stigin. Það var síðan um miðjan fyrri hálfleik þar sem Keflavík skaut ljósin út og fóru á 2-17 áhlaup sem var of mikið fyrir Grindavík. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Pétursson var mættur á sinn gamla heimavöll í Smáranum og fór á kostum. Sigurður Pétursson gerði 21 stig í fyrri hálfeik og endaði með 26 stig. Remy Martin var stigahæstur hjá Keflavík í kvöld með 32 stig. Hann tók einnig fjögur fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Grindvíkingar hittu afar illa úr þriggja stiga skotum. Grindavík tók 40 þriggja stiga skot og hitti aðeins úr 10. Á meðan Keflavík var með 50 prósent þriggja stiga nýtingu. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Keflavík og Breiðablik í Blue-höllinni klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Valur og Grindavík í Origo-höllinni. „Þeir réðust á okkur trekk í trekk og reyndu að ganga í skrokk á okkur“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður eftir afar sannfærandi sigur gegn Grindavík. „Eftir síðasta leik hjá þeim þar sem það var troðið hús voru sennilega miklar tilfinningar og sá leikur var sennilega eins og að vinna einhverja titla. Það hefur sennilega verið flatt fyrir þá að koma inn í þetta og við nýttum okkur það,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Pétur afar ánægður með annan leikhluta þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust tuttugu og einu stigi yfir. „Við erum gott varnarlið og við getum stoppað lið eins og Grindavík þar sem við erum með góða leikmenn sem vinna saman í að stöðva andstæðinginn. Grindavík skoraði tíu stig í öðrum leikhluta á meðan við gerðum 29 stig.“ „Við eyðum töluverðum tíma að skjóta og hitta ofan í. Þegar að strákarnir spila vel get ég ekki verið annað en ánægður.“ Keflavík hleypti Grindavík aldrei inn í leikinn í síðari hálfleik og Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í síðari hálfleik. „Við vorum fimmtán stigum yfir gegn Stjörnunni á útivelli þannig við vorum aldrei öruggir. Fyrir mig erum við að ná í mjög góðan sigur gegn góðu liði á útivelli og það var skref í rétta átt hjá okkur.“ Pétur var spurður út í ummælin sín í leikhléi þar sem hann sagði við liðið sitt að Grindavík væri að reyna meiða þá og bað liðið um að mjólka skotklukkuna. „Þeir réðust á okkur trekk í trekk og reyndu að ganga í skrokk á okkur. Maður vonar alltaf að dómararnir reyni að verja leikmennina en þeir voru ekki alveg að standa sig nógu vel í því í kvöld.“ „Þetta var hitaleikur og það var mikið undir. Við vorum síðan að reyna mjólka tímann vegna þess að ef þú spilar hægt verða færri möguleikar til þess að skora.“ En gekk Grindavík of langt í hörkunni að mati Péturs? „Ég veit það ekki. Ef þeir hefðu meitt fleiri heldur en Halldór [Garðar Hermannsson] hefði ég verið frekar ósáttur,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF
Keflvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið heimsótti Grindvíkinga á bráðabirgða heimavöll gulklæddra í Smáranum í kvöld, 82-111. Grindvíkingar höfðu unnið fjóra deildarleiki í röð fyrir leik kvöldsins. Keflavík byrjaði af fullum krafti og gerði fyrstu tíu stigin á tæplega einni og hálfri mínútu. Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur, var mættur á sinn gamla heimavöll í Smáranum og var að finna sig vel í upphafi. Sigurður var allt í öllu hjá Keflavík og gerði 10 af fyrstu 15 stigum Keflvíkinga. Það tók Grindavík þrjár mínútur að komast á blað en eftir það fóru hjólin að snúast og Grindvíkingar voru snöggir að saxa á forskot Keflavíkur með Dedrick Basile allt í öllu. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 25-28. Liðin byrjuðu annan leikhluta á að skiptast á körfum en síðan fór Keflavíkurhraðlestin af stað. Það var allt ofan í hjá Keflvíkingum á meðan var eins og það væri lokað fyrir körfuna þegar að Grindvíkingar tóku skot. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, reyndi að bregðast við með því að taka tvö leikhlé með þriggja mínútna millibili en ekkert fékk Keflavík stöðvað. Það héldu Sigurði Péturssyni engin bönd. Sigurður fór á kostum og gerði 21 stig í fyrri hálfleik á aðeins fimmtán mínútum. Sigurður tók sex þriggja stiga skot og hitti úr fimm skotum og var með 83 prósent þriggja stiga nýtingu. Staðan í hálfleik var 35-57. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi fengið fimmtán mínútna pásu til þess að stilla saman strengi breyttist ekkert í þeirra leik. Keflvíkingar héldu áfram að hitta og forystan jókst. Jóhann reyndi að bregðast við með því að taka leikhlé eins og oft áður í kvöld. Keflavík var 22 stigum yfir 64-86 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Þrátt fyrir að sigur Keflvíkinga væri í höfn var mikil harka í fjórða leikhluta og bæði lið létu finna mikið fyrir sér. Jaka Brodnik gaf Val Orra Valssyni olnboga og Valur var allt annað en sáttur með sinn gamla liðsfélaga. Keflavík endaði á að vinna með tuttugu og níu stiga mun 88-111. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar mættu vel gíraðir í leikinn og settu tóninn með því að gera fyrstu tíu stigin. Það var síðan um miðjan fyrri hálfleik þar sem Keflavík skaut ljósin út og fóru á 2-17 áhlaup sem var of mikið fyrir Grindavík. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Pétursson var mættur á sinn gamla heimavöll í Smáranum og fór á kostum. Sigurður Pétursson gerði 21 stig í fyrri hálfeik og endaði með 26 stig. Remy Martin var stigahæstur hjá Keflavík í kvöld með 32 stig. Hann tók einnig fjögur fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Grindvíkingar hittu afar illa úr þriggja stiga skotum. Grindavík tók 40 þriggja stiga skot og hitti aðeins úr 10. Á meðan Keflavík var með 50 prósent þriggja stiga nýtingu. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Keflavík og Breiðablik í Blue-höllinni klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Valur og Grindavík í Origo-höllinni. „Þeir réðust á okkur trekk í trekk og reyndu að ganga í skrokk á okkur“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður eftir afar sannfærandi sigur gegn Grindavík. „Eftir síðasta leik hjá þeim þar sem það var troðið hús voru sennilega miklar tilfinningar og sá leikur var sennilega eins og að vinna einhverja titla. Það hefur sennilega verið flatt fyrir þá að koma inn í þetta og við nýttum okkur það,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Pétur afar ánægður með annan leikhluta þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust tuttugu og einu stigi yfir. „Við erum gott varnarlið og við getum stoppað lið eins og Grindavík þar sem við erum með góða leikmenn sem vinna saman í að stöðva andstæðinginn. Grindavík skoraði tíu stig í öðrum leikhluta á meðan við gerðum 29 stig.“ „Við eyðum töluverðum tíma að skjóta og hitta ofan í. Þegar að strákarnir spila vel get ég ekki verið annað en ánægður.“ Keflavík hleypti Grindavík aldrei inn í leikinn í síðari hálfleik og Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í síðari hálfleik. „Við vorum fimmtán stigum yfir gegn Stjörnunni á útivelli þannig við vorum aldrei öruggir. Fyrir mig erum við að ná í mjög góðan sigur gegn góðu liði á útivelli og það var skref í rétta átt hjá okkur.“ Pétur var spurður út í ummælin sín í leikhléi þar sem hann sagði við liðið sitt að Grindavík væri að reyna meiða þá og bað liðið um að mjólka skotklukkuna. „Þeir réðust á okkur trekk í trekk og reyndu að ganga í skrokk á okkur. Maður vonar alltaf að dómararnir reyni að verja leikmennina en þeir voru ekki alveg að standa sig nógu vel í því í kvöld.“ „Þetta var hitaleikur og það var mikið undir. Við vorum síðan að reyna mjólka tímann vegna þess að ef þú spilar hægt verða færri möguleikar til þess að skora.“ En gekk Grindavík of langt í hörkunni að mati Péturs? „Ég veit það ekki. Ef þeir hefðu meitt fleiri heldur en Halldór [Garðar Hermannsson] hefði ég verið frekar ósáttur,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti