Fríska upp á Landnám og slíta sjóði Þórs Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um endurgerð verksins Landnáms var samþykkt í borgarráði á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið. Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land. Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land.
Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira