Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:31 Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Jól Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun