Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 27. nóvember 2023 15:01 Á dögunum sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands frá sér nokkuð varfærna og að ég tel vel ígrundaða ályktun um leikskólamál. Þar er varað við áhrifum þeirra tilrauna hjá sumum sveitarfélögum að mæta vanfjármögnun leikskólakerfisins með skerðingu á þjónustu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, virðist hafa tekið ályktunina til sín og fundið sig knúna til að svara henni. Því er gefið undir fótinn að ASÍ hafi ekki kynnt sér hinar tilraunakenndu breytingar nægjanlega vel og skilji alls ekki innihaldið. Í reynd græði allir á nýju fyrirkomulagi og sérstaklega sé passað upp á að tekjulágir haldi sjó með miklum afsláttarkerfum. Flóknar gjaldskrár til vandræða Það er vissulega rétt að í Kópavogi var innleitt tekjutengt afsláttarkerfi, en tekjuviðmiðin til að njóta afsláttar eru lág. Séu allar breytur skoðaðar saman, má sjá að einungis fólk sem var áður utan afsláttarkerfa en fellur nú inn í nýtt afsláttarkerfi kemur til með að greiða lægra gjald en áður. Ætla má að það sé verulega takmarkaður hópur. Raunar er það svo að fólk sem áður naut afsláttar tekur á sig hækkun þrátt fyrir að rata áfram inn í nýtt afsláttarkerfi. Líklegt er að einhverjir falli úr fyrra afsláttarkerfi og gætu þá fundið fyrir allt að 100% hækkun. Erfitt er að fjalla um afsláttarkerfin fyrr en við vitum betur um raunverulega notkun þeirra. Ógagnsæjar og flóknar gjaldskrár fyrir leikskólaþjónustu hafa lengi verið til vandræða og auðvelt að fela ýmsa félagslega skekkju innan þeirra. ASÍ hefur raunar lagt heilmikið á sig til að reyna að auðvelda lestur og samanburð á gjaldskrám í gegnum tíðina, en það er önnur umræða. Til þess að færa umræðuna í rétta átt er það ljóst og raunar yfirlýst að um skerðingu á þjónustu er að ræða. Í samfélagi þar sem vinnudagurinn er yfirleitt um 8 tímar er augljóst að einhver þarf að brúa þarna bil, hvort sem afsláttur kemur til eða ekki. Við getum velt því fyrir okkur hverjir stökkva til. Bæjarstjórinn bendir á að leikskólaþjónusta sé ekki hluti af lögboðinni þjónustu sveitarfélaganna. Kannski ættum við bara að vera þakklát fyrir þá viðleitni sem er yfirhöfuð sýnd í þeim efnum? Það ber vott um vissa pólitíska naumhyggju þegar talsmenn sveitarfélaganna vísa til þess að leikskólaþjónustan sé ekki lögbundin – eins og það sé ekki augljóslega vilji íbúanna, og samfélagsins alls, að halda úti slíkri þjónustu með sóma. Það má spyrja sig hvort Kópavogur myndi skoða að leggja niður önnur verkefni sem ekki eru beinlínis lögbundin, eins og til dæmis snjómokstur? Það má teljast undarlegt hjá bæjarstjóranum að láta skína í að Kópavogur gæti allt eins lagt niður þjónustuna ef bæjarstjórn hugnaðist það. Pistillinn endar með því að bæjarstjórinn býður Alþýðusambandinu að hafa milligöngu um að svipta félagsfólk áunnum réttindum sínum þegar hún segir: „Ekki er hægt að mæta umsömdum réttindum starfsfólks með öðrum hætti nema þjónustan sé skert allt árið um kring. Ef ASÍ vill endurskoða slík réttindi til að koma betur til móts við barnafjölskyldur og lágmarka skráningardaga þá er Kópavogsbær boðinn og búinn að ræða það!“ Naumhyggjan nær þarna nýju stigi. Heldur er það hryggilegt að bæjarstjóranum skuli finnast réttindi eigin starfsfólks – réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir árum saman – svo léttvæg að hæðast megi að þeim. Pólitísk stefnubreyting Í bókun á fundi bæjarráðs Kópavogs sem samþykkt var 23. þessa mánaðar og ég fékk senda í tölvupósti er fullyrt að „mikið samráð” hafi verið haft við „starfsfólk leikskóla, faglærða og ófaglærða, við mótun tillagna. Þá var einnig samráð við aðra hagaðila s.s. fulltrúa foreldra og stéttarfélaga.” Ekkert er svo sem frekar gefið upp um hvernig slíkt samráð fór fram en ljóst er að nýtt fyrirkomulag virðist samt sem áður hafa komið lang flestum hlutaðeigandi í opna skjöldu. Raunin er að hér er um að ræða meiriháttar pólitíska stefnubreytingu á skjön við afganginn af vinnumarkaðnum. Í stað þess að bæta aðbúnað leikskólafólks er skapaður hvati til að draga úr atvinnuþátttöku. Alkunna er að í slíkum tilfellum eru það yfirleitt konur sem minnka vinnu sína enda hvílir umönnun barna mest á herðum kvenna auk þess sem kynbundinn launamunur veldur því að tekjur þeirra eru iðulega lægri en karla. Þessa stefnubreytingu er nú verið að festa í sessi án mikillar umræðu. Reyndar segir bæjarstjórinn að sýnin komi beinustu leið innan úr leikskólunum sjálfum án nokkurra áhrifa eða íhlutunar bæjaryfirvalda. Sú staðhæfing hlýtur að vekja athygli víðar en í Kópavogi. ASÍ fylgist auðvitað mjög grannt með tilraunastarfseminni í Kópavogi, hvort sem bæjarstjórinn situr til svara fyrir hana eða ekki. Hitt er svo annað mál að ASÍ og verkalýðshreyfingin öll elur með sér aukinn metnað til að stuðla að bættu leikskólakerfi á grundvelli jafnréttis og samfélagslegrar ábyrgðar, eins og í öllum okkar verkum. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Á dögunum sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands frá sér nokkuð varfærna og að ég tel vel ígrundaða ályktun um leikskólamál. Þar er varað við áhrifum þeirra tilrauna hjá sumum sveitarfélögum að mæta vanfjármögnun leikskólakerfisins með skerðingu á þjónustu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, virðist hafa tekið ályktunina til sín og fundið sig knúna til að svara henni. Því er gefið undir fótinn að ASÍ hafi ekki kynnt sér hinar tilraunakenndu breytingar nægjanlega vel og skilji alls ekki innihaldið. Í reynd græði allir á nýju fyrirkomulagi og sérstaklega sé passað upp á að tekjulágir haldi sjó með miklum afsláttarkerfum. Flóknar gjaldskrár til vandræða Það er vissulega rétt að í Kópavogi var innleitt tekjutengt afsláttarkerfi, en tekjuviðmiðin til að njóta afsláttar eru lág. Séu allar breytur skoðaðar saman, má sjá að einungis fólk sem var áður utan afsláttarkerfa en fellur nú inn í nýtt afsláttarkerfi kemur til með að greiða lægra gjald en áður. Ætla má að það sé verulega takmarkaður hópur. Raunar er það svo að fólk sem áður naut afsláttar tekur á sig hækkun þrátt fyrir að rata áfram inn í nýtt afsláttarkerfi. Líklegt er að einhverjir falli úr fyrra afsláttarkerfi og gætu þá fundið fyrir allt að 100% hækkun. Erfitt er að fjalla um afsláttarkerfin fyrr en við vitum betur um raunverulega notkun þeirra. Ógagnsæjar og flóknar gjaldskrár fyrir leikskólaþjónustu hafa lengi verið til vandræða og auðvelt að fela ýmsa félagslega skekkju innan þeirra. ASÍ hefur raunar lagt heilmikið á sig til að reyna að auðvelda lestur og samanburð á gjaldskrám í gegnum tíðina, en það er önnur umræða. Til þess að færa umræðuna í rétta átt er það ljóst og raunar yfirlýst að um skerðingu á þjónustu er að ræða. Í samfélagi þar sem vinnudagurinn er yfirleitt um 8 tímar er augljóst að einhver þarf að brúa þarna bil, hvort sem afsláttur kemur til eða ekki. Við getum velt því fyrir okkur hverjir stökkva til. Bæjarstjórinn bendir á að leikskólaþjónusta sé ekki hluti af lögboðinni þjónustu sveitarfélaganna. Kannski ættum við bara að vera þakklát fyrir þá viðleitni sem er yfirhöfuð sýnd í þeim efnum? Það ber vott um vissa pólitíska naumhyggju þegar talsmenn sveitarfélaganna vísa til þess að leikskólaþjónustan sé ekki lögbundin – eins og það sé ekki augljóslega vilji íbúanna, og samfélagsins alls, að halda úti slíkri þjónustu með sóma. Það má spyrja sig hvort Kópavogur myndi skoða að leggja niður önnur verkefni sem ekki eru beinlínis lögbundin, eins og til dæmis snjómokstur? Það má teljast undarlegt hjá bæjarstjóranum að láta skína í að Kópavogur gæti allt eins lagt niður þjónustuna ef bæjarstjórn hugnaðist það. Pistillinn endar með því að bæjarstjórinn býður Alþýðusambandinu að hafa milligöngu um að svipta félagsfólk áunnum réttindum sínum þegar hún segir: „Ekki er hægt að mæta umsömdum réttindum starfsfólks með öðrum hætti nema þjónustan sé skert allt árið um kring. Ef ASÍ vill endurskoða slík réttindi til að koma betur til móts við barnafjölskyldur og lágmarka skráningardaga þá er Kópavogsbær boðinn og búinn að ræða það!“ Naumhyggjan nær þarna nýju stigi. Heldur er það hryggilegt að bæjarstjóranum skuli finnast réttindi eigin starfsfólks – réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir árum saman – svo léttvæg að hæðast megi að þeim. Pólitísk stefnubreyting Í bókun á fundi bæjarráðs Kópavogs sem samþykkt var 23. þessa mánaðar og ég fékk senda í tölvupósti er fullyrt að „mikið samráð” hafi verið haft við „starfsfólk leikskóla, faglærða og ófaglærða, við mótun tillagna. Þá var einnig samráð við aðra hagaðila s.s. fulltrúa foreldra og stéttarfélaga.” Ekkert er svo sem frekar gefið upp um hvernig slíkt samráð fór fram en ljóst er að nýtt fyrirkomulag virðist samt sem áður hafa komið lang flestum hlutaðeigandi í opna skjöldu. Raunin er að hér er um að ræða meiriháttar pólitíska stefnubreytingu á skjön við afganginn af vinnumarkaðnum. Í stað þess að bæta aðbúnað leikskólafólks er skapaður hvati til að draga úr atvinnuþátttöku. Alkunna er að í slíkum tilfellum eru það yfirleitt konur sem minnka vinnu sína enda hvílir umönnun barna mest á herðum kvenna auk þess sem kynbundinn launamunur veldur því að tekjur þeirra eru iðulega lægri en karla. Þessa stefnubreytingu er nú verið að festa í sessi án mikillar umræðu. Reyndar segir bæjarstjórinn að sýnin komi beinustu leið innan úr leikskólunum sjálfum án nokkurra áhrifa eða íhlutunar bæjaryfirvalda. Sú staðhæfing hlýtur að vekja athygli víðar en í Kópavogi. ASÍ fylgist auðvitað mjög grannt með tilraunastarfseminni í Kópavogi, hvort sem bæjarstjórinn situr til svara fyrir hana eða ekki. Hitt er svo annað mál að ASÍ og verkalýðshreyfingin öll elur með sér aukinn metnað til að stuðla að bættu leikskólakerfi á grundvelli jafnréttis og samfélagslegrar ábyrgðar, eins og í öllum okkar verkum. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun