Hent niður af svölunum af samnemanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 11:51 Um er að ræða þó nokkra metra sem barnið féll. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fall nemanda í Garðaskóla af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í síðustu viku til rannsóknar. Nemandanum var hent niður af samnemanda. Vísir greindi frá því í síðustu viku að nemandi hefði fallið niður af svölum íþróttahússins. Nemandinn lenti á fótunum, féll að hluta til á dýnu og fótbrotnaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nemandanum hent niður af samnemanda. Sá er fimmtán ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið í rannsókn. Búið sé að ræða við töluverðan fjölda vitna en þeirri vinnu sé ekki lokið. Atvikið átti sér stað á afmælishátíð skólans og var því mikill fjöldi nemenda í íþróttahúsinu. Nemendur og kennarar þáðu margir áfallahjálp. Lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar um málið en staðfestir þó að nemandinn sem hafi ýtt samnemandanum sínum sé sakhæfur. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggjast foreldrar drengsins leggja fram kæru vegna málsins. Lögreglan vildi ekki tjá sig um það þegar eftir því var leitað. Áður hafði Vísir leitað viðbragða Jóhanns Skagfjörðs Magnússonar, skólastjóra Garðaskóla. Hann vildi ekki tjá sig um mál barnungra nemenda skólans. Í tölvupósti sem sendur var til foreldra kom fram að líðan barnsins sem hefði slasast væri eftir atvikum. Þá sagði þar að margir nemendur hafi orðið vitni að atburðinum. Skólayfirvöld myndu ekki upplýsa frekar um aðdraganda slyssins. Lögreglumál Garðabær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Vísir greindi frá því í síðustu viku að nemandi hefði fallið niður af svölum íþróttahússins. Nemandinn lenti á fótunum, féll að hluta til á dýnu og fótbrotnaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nemandanum hent niður af samnemanda. Sá er fimmtán ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið í rannsókn. Búið sé að ræða við töluverðan fjölda vitna en þeirri vinnu sé ekki lokið. Atvikið átti sér stað á afmælishátíð skólans og var því mikill fjöldi nemenda í íþróttahúsinu. Nemendur og kennarar þáðu margir áfallahjálp. Lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar um málið en staðfestir þó að nemandinn sem hafi ýtt samnemandanum sínum sé sakhæfur. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggjast foreldrar drengsins leggja fram kæru vegna málsins. Lögreglan vildi ekki tjá sig um það þegar eftir því var leitað. Áður hafði Vísir leitað viðbragða Jóhanns Skagfjörðs Magnússonar, skólastjóra Garðaskóla. Hann vildi ekki tjá sig um mál barnungra nemenda skólans. Í tölvupósti sem sendur var til foreldra kom fram að líðan barnsins sem hefði slasast væri eftir atvikum. Þá sagði þar að margir nemendur hafi orðið vitni að atburðinum. Skólayfirvöld myndu ekki upplýsa frekar um aðdraganda slyssins.
Lögreglumál Garðabær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira