Kláði, verkir, bólgur og sýkingar algeng vegna myglunnar á Reykjalundi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 18:30 Þær Árdís Björk Almarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, Halldóra Árnadóttir gjaldkeri, María Finnsdóttir félagsráðgjafi, Halldóra Árnadóttir, gjaldkeri, María Finnsdóttir ritari og Ásgerður hjúkrunarfræðingur stóðu allar í flutningum á Reykjalundi í dag vegna myglu. Vísir/Einar Tugir starfsmanna Reykjalundar þurftu að rýma húsnæði sitt í dag vegna myglu og lélegra loftgæða. Talið er að hluti þess sé ónýtt. Starfsfólk og sjúklingar hafa þurft frá að hverfa til skemmri og lengri tíma vegna veikinda. Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag. Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag.
Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu