Fyrir leikinn var Dusseldorf í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig en mótherjar þeirra í Nurnberg voru í níunda sætinu með 21 stig.
Ísak byrjaði á miðjunni hjá Dusseldorf að vanda en fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna að marki Nurnberg og náði Dusseldorf að skora þrjú mörk áður en flautað var til hálfleiks. Vincent Vermeij skoraði tvíveigis og Ao Tanaka skoraði eitt mark. Staðan 0-3 í hálfleik.
Í seinni hálfleiknum bættust við tvö mörk. Það fyrra kom á 56. mínútut og var það aftur Vincent Vermeij sem skoraði en í þetta skiptið frá vítapunktinum. Vincent fullkomnaði því þrennuna sína. En seinna markið í seinni hálfleiknum kom síðan á 84. mínútu þegar varamaðurinn Jona Niemiec skoraði.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 0-5 og Ísak Bergmann og félagar því komnir upp í fjórða sætið með 27 stig.