Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 11:59 Hussein Hussein, ásamt fjölskyldu sinni. Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Þau eru öll nú í Grikklandi. Vísir/Vilhelm Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. Hussein yfirgaf Ísland í gær ásamt fjölskyldu sinni og fór með þeim til Grikklands. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði úrskurðað um að það mætti vísa fjölskyldunni úr landi en ekki Hussein sjálfum. Hann gat hins vegar ekki hugsað sér að vera einn hér á landi án fjölskyldu sinnar að sögn Gerðar Helgadóttur, vinkonu fjölskyldunnar. Brottvísun fjölskyldunnar hafði verið frestað nokkrum sinnum en eftir úrskurð Mannréttindadómstólsins var þetta ákveðið. „Hann talar ekkert nema arabísku þannig hann þarf arabískumælandi manneskju með sér. Þetta var bara of óljóst til að hann gæti hugsað sér það að vera eftir. Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Gerður hefur rætt við fjölskylduna sem mætti til Grikklands í gær. Hún segir þau núna vera að reyna að finna þak yfir höfuðið. „Það er hræðilegt hljóðið í þeim. Þau fóru á eitthvað ódýrt gistiheimili í gær þegar þau komu til landsins. Nú eru þau úti í bæ að reyna að finna sér einhvern samastað. En þau eru peningalítil og þetta er gríðarlega vont ástand. Hér erum við að tala um fólk sem var í vinnu á Íslandi og hefði getað séð auðveldlega fyrir sér sjálft. Þetta er svo grimmt að maður á engin orð,“ segir Gerður. Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hussein yfirgaf Ísland í gær ásamt fjölskyldu sinni og fór með þeim til Grikklands. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði úrskurðað um að það mætti vísa fjölskyldunni úr landi en ekki Hussein sjálfum. Hann gat hins vegar ekki hugsað sér að vera einn hér á landi án fjölskyldu sinnar að sögn Gerðar Helgadóttur, vinkonu fjölskyldunnar. Brottvísun fjölskyldunnar hafði verið frestað nokkrum sinnum en eftir úrskurð Mannréttindadómstólsins var þetta ákveðið. „Hann talar ekkert nema arabísku þannig hann þarf arabískumælandi manneskju með sér. Þetta var bara of óljóst til að hann gæti hugsað sér það að vera eftir. Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Gerður hefur rætt við fjölskylduna sem mætti til Grikklands í gær. Hún segir þau núna vera að reyna að finna þak yfir höfuðið. „Það er hræðilegt hljóðið í þeim. Þau fóru á eitthvað ódýrt gistiheimili í gær þegar þau komu til landsins. Nú eru þau úti í bæ að reyna að finna sér einhvern samastað. En þau eru peningalítil og þetta er gríðarlega vont ástand. Hér erum við að tala um fólk sem var í vinnu á Íslandi og hefði getað séð auðveldlega fyrir sér sjálft. Þetta er svo grimmt að maður á engin orð,“ segir Gerður.
Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira