„Svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. desember 2023 12:16 Sameer hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu síðustu mánuði og hefur aðlagast íslensku samfélagi vel. Samsett mynd Fósturfjölskylda tólf ára drengs frá Palestínu sem synjað hefur verið um vernd á Íslandi segir tilhugsunina um að hann verði sendur aftur til Grikklands foreldralaus skelfilega. Þau gagnrýna upplýsingaskort stjórnvalda og vona að Palestínumönnum verði veitt sérstök vernd. Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál. Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál.
Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07
Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28