„Fólkið hér er gott“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:59 Magnús Már Einarsson fósturfaðir Sameer Omran 12 ára sem flúði ásamt frænda sínum Yazan Kawave 14 ára frá Palestínu og komu hingað frá Grikklandi. Fósturmóðir Sameers er Anna Guðrún Ingadóttir. Vísir/Dúi Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar drengjanna skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent