„Fólkið hér er gott“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:59 Magnús Már Einarsson fósturfaðir Sameer Omran 12 ára sem flúði ásamt frænda sínum Yazan Kawave 14 ára frá Palestínu og komu hingað frá Grikklandi. Fósturmóðir Sameers er Anna Guðrún Ingadóttir. Vísir/Dúi Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar drengjanna skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira