Rannsakendur trúðu varla eigin augum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2023 14:02 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ , Sonja Yr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu. Vísir/Ívar Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og almennt eru lífsskilyrði þess miklu verri en launafólks samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Stærsti hluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Ríflega þriðjungur býr við fátækt og helmingur metur fjárhagsstöðu sína verr en fyrir ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Ríflega nítján þúsund manns voru í hópi þeirra sem voru beðnir um að taka þátt og af þeim svöruðu um 3600. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu segir niðurstöðurnar sláandi. „Niðurstöðurnar eru þær að fjárhagsstaða þeirra sem eru á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er mjög slæm á öllum mælikvörðum. Einhleypir foreldrar standa þarna sérstaklega illa. Þá er andleg líðan slæm hjá gríðarlega stóru hlutfalli hópsins, mikil félagsleg einangrun. Fólk hefur þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Fatlað fólk hér á landi stendur ekki við sama borð og aðrir í samfélaginu. Fólkið hefur ekki sömu tækifæri til mannsæmandi lífs,“ segir Kristín. Hún segir að það hafi komið rannsakendum á óvart hversu sláandi niðurstöðurnar eru. „Það var ekkert sem gat undirbúið okkur hjá Vörðu fyrir að niðurstöðurnar yrðu svona slæmar fyrir þennan hóp. Við fórum ítrekað yfir þær sökum þess hvað þær voru sláandi. Þetta voru niðurstöður eins og að þriðjungur einhleypra foreldra í hópnum býr við sárafátækt.“ Ráðmenn þurfi að bregðast við Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ segir að ráðamenn verði að bregðast við. „Það þarf að hlusta og vinna með þessar niðurstöður. Auka samráð og samtal,“ segir Alma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir kerfið hafa brugðist þessum hópi fólks „Þetta er saga velferðarkerfis sem hefur brugðist og það aðgerðir til. Skilvirkasta leiðin er í gegnum barnabótakerfið og húsnæðisstuðning,“ segir Sonja. Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00 Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15 Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Stærsti hluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Ríflega þriðjungur býr við fátækt og helmingur metur fjárhagsstöðu sína verr en fyrir ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Ríflega nítján þúsund manns voru í hópi þeirra sem voru beðnir um að taka þátt og af þeim svöruðu um 3600. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu segir niðurstöðurnar sláandi. „Niðurstöðurnar eru þær að fjárhagsstaða þeirra sem eru á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er mjög slæm á öllum mælikvörðum. Einhleypir foreldrar standa þarna sérstaklega illa. Þá er andleg líðan slæm hjá gríðarlega stóru hlutfalli hópsins, mikil félagsleg einangrun. Fólk hefur þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Fatlað fólk hér á landi stendur ekki við sama borð og aðrir í samfélaginu. Fólkið hefur ekki sömu tækifæri til mannsæmandi lífs,“ segir Kristín. Hún segir að það hafi komið rannsakendum á óvart hversu sláandi niðurstöðurnar eru. „Það var ekkert sem gat undirbúið okkur hjá Vörðu fyrir að niðurstöðurnar yrðu svona slæmar fyrir þennan hóp. Við fórum ítrekað yfir þær sökum þess hvað þær voru sláandi. Þetta voru niðurstöður eins og að þriðjungur einhleypra foreldra í hópnum býr við sárafátækt.“ Ráðmenn þurfi að bregðast við Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ segir að ráðamenn verði að bregðast við. „Það þarf að hlusta og vinna með þessar niðurstöður. Auka samráð og samtal,“ segir Alma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir kerfið hafa brugðist þessum hópi fólks „Þetta er saga velferðarkerfis sem hefur brugðist og það aðgerðir til. Skilvirkasta leiðin er í gegnum barnabótakerfið og húsnæðisstuðning,“ segir Sonja.
Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00 Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15 Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00
Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15
Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00