Dæmdir fyrir kannabisræktun: Skilorð vegna gríðarlegs dráttar Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýndi drátt á rannsókn málsins og útgáfu ákæru. Vísir/Vilhelm Fjórir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem upp komst um árið 2017. Mennirnir hlutu allir skilorðsbundna dóma vegna mikils dráttar á rannsókn málsins og enn meiri dráttar á útgáfu ákæru. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað. Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira