Að rúlla eftir rækt ekki jafn gagnlegt og margir telja Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2023 10:57 Rúllur sem þessi eru gífurlega vinsælar meðal þeirra sem stunda líkamsrækt. Getty Nánast útilokað er að losa bandvef með sjálfsmeðferð, svo sem með notkun rúlla og bolta. Til þess að losa um samgróninga þarf töluvert stærra rennsli milli vefja og beita mun meiri kröftum. Þetta kemur fram í svari Haralds B. Sigurðssonar, lektors í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er víða í líkamanum en oftast er verið að tala um bandvefsslíður þegar rætt er um bandvefslosun. Sá umvefur aðra vefi líkamans en þeir hafa þá eiginleika að geta teygst til. Hefur verið rætt um að með losun þessara vefja sé hægt að draga úr verkjum, draga úr streitu, auka liðleika, bæta líkamsstöðu og fleira. Þær aðferðir sem flestir nota við bandvefslosun eru annars vegar teygjuæfingar og hins vegar nuddaðferðir. Teygjuaðferðirnar eru mjög ákafar í margar mínútur í senn og eru til að mynda notaðar til að gefa pláss fyrir vöðvastækkun. Sú aðferð getur vissulega losað um bandvefinn. Flestir tengja þó meira við nuddbolta og -rúllur. Þessar sjálfsmeðferðir urðu vinsælar eftir útgáfu bókarinnar Anatomy Trains eftir Thomas W. Myers. Haraldur segir rúllur geta haft góð upphitunaráhrif. „En þá er því ósvarað hvort nuddrúllurnar losi í raun og veru bandvef. Flestir rúlla hvern bandvef í allt að tvær mínútur (en líklega oft mun minna en það). Sá tími er í raun ekki nægur til að ná raunverulegum teygjuáhrifum á bandvefinn án þess að beita nægu afli til að beinlínis rífa hann upp,“ segir í svarinu. Hann segir að ef áætlunin sé að losa um samgróninga þurfi að framkalla töluvert stærra rennsli milli vefja og beita slíkum kröftum við það að næstum er það útilokað að fólk nái því fram í sjálfsmeðferð. Svarið má lesa í heild sinni hér. Heilsa Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Haralds B. Sigurðssonar, lektors í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er víða í líkamanum en oftast er verið að tala um bandvefsslíður þegar rætt er um bandvefslosun. Sá umvefur aðra vefi líkamans en þeir hafa þá eiginleika að geta teygst til. Hefur verið rætt um að með losun þessara vefja sé hægt að draga úr verkjum, draga úr streitu, auka liðleika, bæta líkamsstöðu og fleira. Þær aðferðir sem flestir nota við bandvefslosun eru annars vegar teygjuæfingar og hins vegar nuddaðferðir. Teygjuaðferðirnar eru mjög ákafar í margar mínútur í senn og eru til að mynda notaðar til að gefa pláss fyrir vöðvastækkun. Sú aðferð getur vissulega losað um bandvefinn. Flestir tengja þó meira við nuddbolta og -rúllur. Þessar sjálfsmeðferðir urðu vinsælar eftir útgáfu bókarinnar Anatomy Trains eftir Thomas W. Myers. Haraldur segir rúllur geta haft góð upphitunaráhrif. „En þá er því ósvarað hvort nuddrúllurnar losi í raun og veru bandvef. Flestir rúlla hvern bandvef í allt að tvær mínútur (en líklega oft mun minna en það). Sá tími er í raun ekki nægur til að ná raunverulegum teygjuáhrifum á bandvefinn án þess að beita nægu afli til að beinlínis rífa hann upp,“ segir í svarinu. Hann segir að ef áætlunin sé að losa um samgróninga þurfi að framkalla töluvert stærra rennsli milli vefja og beita slíkum kröftum við það að næstum er það útilokað að fólk nái því fram í sjálfsmeðferð. Svarið má lesa í heild sinni hér.
Heilsa Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira