Á PISAköldu landi Alexander Briem skrifar 7. desember 2023 12:00 Ef mannkynið lifir sjálfseyðingarhvötina af er ég viss um að við verðum öll eins á litinn í framtíðinni. Þá mun fólk horfa á okkar kynslóðir eins og villimennina sem við erum. Ég er nógu gamall til þess að muna eftir þegar stærðfræðikennarar sögðu okkur að maður yrði ekki alltaf með reiknivél í vasanum. Það var u.þ.b. ári áður en iPhone kom á markað. Steve Jobs var kannski skíthæll, en hann áttaði sig þó á mikilvægi þess að umkringja sig framsýnu fólki. Ég er einnig það gamall að ég man hvað það var niðurdrepandi að rölta um götur bæjarins þá. Handan glugganna sátu öngvar skvísur að sötra aperol spritz, því þær voru of uppteknar á þriðju vaktinni án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. Þeir einu sem þorðu að láta sjá sig á öldurhúsunum á virkum dögum voru svokallaðir óreglumenn, á meðan hinir sjúklingarnir húktu heima og földu drykkjuna þar fram að helgi. Þetta var þegar naflaskoðun nútímans bjó enn í torfkofunum ásamt íslenskri list. Einhverra hluta vegna hefur þó nostalgían þótt voða fín meðal ungs fólks undanfarinn áratug eða svo. Sársaukinn úr fortíðinni, eins og Don Draper benti á. Vinsælasta tónlistin er annað hvort endurunnin eða hljómar eins og það sem var ferskt fyrir áratug síðan. „Þetta var framtíðartónlist árið 1992,” sagði tónlistarmaður og góðvinur við mig um daginn. „Svo af hverju erum við að gera fortíðartónlist í framtíðinni?” Ég spurði hann hvort það gæti verið að á einhverjum tímapunkti höfum við orðið sjúk í fortíðina af því við urðum svo hrædd við framtíðina. Að minnsta kosti líst mörgum ekki á blikuna. Eðlilega kannski. Foreldrum fallast hendur Ég er orðinn það gamall að foreldrar barna í dag eru af minni kynslóð og næstu á eftir. Ég horfi á foreldrana og sé ennþá krakkana sem voru með mér í grunnskóla. Ef eitthvað er þá eru þessir krakkar enn límdari við símana og samfélagsmiðlana en börnin þeirra. Að láta íslenskukennsluna í hendurnar á þeim er dæmi sem gengur ekki upp. Vinir mínir eru klárir og góðir foreldrar en einnig flestir bullandi lesblindir eða einfaldlega lélegir í stafsetningu. Í ofanálag hafa flestir foreldrar varla orku til að gera annað en fæða og klæða af því þeir eru á skítalaunum ef þeir búa ekki bókstaflega á vinnustaðnum sínum eða eru ekki fæddir með bronsskeið í munni. Lausnina er að öllum líkindum að finna hjá börnunum sjálfum. Þau þyrftu líklega sjálf að finna hvatann til að læra, tala og þróa tungumálið sitt. Þá er bara spurningin hvað myndi hvetja þau til að læra meira. Hvað hvetur fólk áfram yfirhöfuð? Markmið; að græða pening, sigra, finna sér góða maka, o.s.frv. Lífsgæðakapphlaupið. Vandamálið er hins vegar að það er ekki 100% fylgni á milli menntunar og peninga. Þar er einn hvatinn farinn. Skiljanlega hugsa mörg börn: „Til hvers að eyða ævinni í að krafsa mig upp úr fátækt fjölskyldu minnar þegar ég gæti alveg eins eytt tíma mínum fyrir framan skjáinn eins og krakkarnir sem þurfa engar áhyggjur að hafa?” Til að vilja sigra verður maður einnig að trúa því að maður geti það. Það er kannski ekki góð hugmynd að hvetja öll fölsk börn til að taka þátt í söngkeppnum, en það er hægt að virkja ímyndunarafl barna á nokkurn veginn hvaða sviði sem er. Faðir minn var mjög góður í stærðfræði en það breytti engu fyrir mína stærðfræðikunnáttu af því hann var ekki sérlega skapandi maður. Ef skapandi skóli hefði gefið mér haldbærar ástæður til að bæta mig í stærðfræði hefði ég að öllum líkindum orðið fínn í henni, en ég vissi að það væri tilgangslaust að eyða tíma mínum í að bæta mig í einhverju sem ég yrði aldrei góður í. Þess vegna sleppti ég eðlis- og efnafræðiprófunum í samræmdu, rétt slefaði í stærðfræðinni, og flaug samt inn á málabraut í öllum menntaskólum sem ég hafði áhuga á. Þrátt fyrir það hefur sjálfsálit mitt aldrei jafnað sig almennilega vegna kunnáttuleysis í raungreinum, eins fáránlega og það kann að hljóma. Þegar ég var barn afþakkaði móðir mín þátttöku mína í PISA, ekki af því ég stóð mig illa á prófum, heldur af því henni fannst þessi eilífi samanburður á börnum glataður. Enda er hann til þess fallinn að brjóta niður sjálfstraust, ekki til að byggja það upp. Þess utan er lesskilningur hvort eð er afstæður. Áttrætt fólk þekkir orð sem sextugt fólk þekkir ekki og tíu ára börn þekkja orð sem ég þekki ekki. Það er heill hellingur af fólki sem mun misskilja þessa grein, sama hversu skýr og skorinorður ég gerist. Reyndar hefði ég algjöra unun af því að lesa svargreinar frá grunnskólabörnum sem hefðu einhverjar hugmyndir að lausnum, nú eða gagnrýni á skrítna gamla karlinn með hausinn í skýjunum. Eitt er allavega víst og það er að lausnin er ekki sú að „fullorðna fólkið” tuði í börnum eftir PISA kannanir. Mig grunar nefnilega að það sé samasemmerki á milli minna sjálfsálits og lægri einkunna, jafnvel lítillar velgengni yfirhöfuð. Menningu að þakka eða kenna? Þrátt fyrir áhuga minn á íslenskri tungu neyðist ég stundum til að nota ensk orð af því íslensku skortir t.d. fullt af nafnorðum. Enda er þjóð okkar smá og þ.a.l. skiljanlegt að tungumálið sé tiltölulega takmarkað. Hins vegar þykir núna voða mikið sport að kenna ensku um allt. Sumt fólk í „yngri kantinum" eins og t.d. Snorri Másson og Erna Mist bendir á enskuna með fýlusvip, og þykir mér því freistandi að spyrja þau og aðra á sama máli: Minnkar plássið fyrir íslenskuna þegar önnur tungumál bætast við? Og ef svo er, hvaða máli myndi það skipta í stærsta samhenginu? Hvað er svona ógnvekjandi við að öll í heiminum skilji hvert annað? Ef íslensk tunga og menning eru eins mikilvæg og fólk vill meina, þá er bara eitt í stöðunni: að gera fleira sem vekur áhuga og fær fleira fólk til að hlusta, horfa og skilja. Framboð og eftirspurn getur auðvitað verið glatað lögmál, en lögmál er það engu að síður, og ástæðan fyrir því að enskumælandi fólki hefur farið fjölgandi undanfarna áratugi er einmitt eftirspurn eftir bandarískri og breskri menningu. Ég þori t.d. að veðja að eftir að kvikmyndin Sníkjudýr / Parasite / 기생충 fór sigurför um heiminn fyrir nokkrum árum hafi áhugi fólks á kóresku stóraukist. Andri Snær hefur eflaust rétt fyrir sér í því að íslenskir pennar þurfi meiri pening til að skrifa áhugavert barnaefni, en þetta byrjar allt í skólakerfinu. Listamenn nútímans myndu búa til enn áhugaverðari list ef betur hefði verið hlúð að sköpunargáfu þeirra í kerfinu. Ég tala nú ekki um hvernig hlutirnir væru í dag ef alltaf hefði verið hlúð að sköpunargáfu barna í öllum öðrum námsgreinum. Þá væri örugglega löngu komin græja sem myndi þýða öll tungumál fyrir okkur jafnóðum. Í dag tala hins vegar allra þjóða kvikindi ensku þegar þau koma saman á ráðstefnum. Engu máli skiptir hvar í heiminum þau eru stödd. Ef fulltrúi einhvers lands talar ekki ensku, þá er tungumál viðkomandi þýtt yfir á ensku svo að sem flestir skilji. En er langsótt að halda því fram að ef við gætum öll talað almennilega saman, þá myndi sjálfsskilningur okkar aukast? Jafnvel meira en þegar rýnt er í ævaforna menningu? Ég myndi halda að þannig myndi stríðum frekar fækka, trúarofstæki minnka og fólk almennt taka rökréttari ákvarðanir. Viljum við snúa við? Það er talað um að sagan endurtaki sig ef við lærum ekki af fortíðinni, en augljóslega hefur það aldrei verið nóg. Það sem lengst af hefur vantað er mun meira pláss fyrir framtíðarsýn, því við lærum jú ekki einungis til að fá að vita eitthvað, heldur að endingu til að bæta okkur. Ég velti t.d. fyrir mér hvaða kynslóðir munu loks prófa að stokka upp í stjórnmálum, hætta með flokka (sem oft eru lítið annað en trúarbrögð) og mynda kerfi með kjörnum fulltrúum sem allir hefðu lærdóm og kunnáttu á því sem þeir yrðu fengnir til að vinna við. Rúsínan í pylsuendanum væri svo tímamörk á þingsetu. Hægt er að gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir margt en þeir mega þó eiga það að þeir leyfa forsetanum sínum aðeins að sitja í tvö kjörtímabil. Þó ég trúi að skólakerfið sé mun betra en það var árið 2006 velti ég samt einnig fyrir mér hvort heimurinn hafi alltaf verið of mörgum skrefum eftir á. Lausnin væri þá án nokkurs efa fjárfesting í skólakerfi þar sem framtíðarsýn væri grundvöllur náms. Í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn myndi námsskráin snúast um að búa öllum betri framtíð. Því til verða fræ, og það er eins gott að þau verði blóm sem skilji t.d. alvöru þýðingu jafnréttis. Stéttir þar sem konur og kvár eru í meirihluta eru láglaunastéttir. Það væri nær að leiðrétta það áður en gengið er út af Alþingi á Kvennafrídaginn. Getið þið ímyndað ykkur ef Ísland yrði í alvöru sú jafnréttisparadís sem það þykist vera? Kannski væri lausnin bara að láta þessa blessuðu þjóðerniskennd okkar í endurvinnslu og verða þannig raunveruleg fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Höfundur er kúltúrbarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef mannkynið lifir sjálfseyðingarhvötina af er ég viss um að við verðum öll eins á litinn í framtíðinni. Þá mun fólk horfa á okkar kynslóðir eins og villimennina sem við erum. Ég er nógu gamall til þess að muna eftir þegar stærðfræðikennarar sögðu okkur að maður yrði ekki alltaf með reiknivél í vasanum. Það var u.þ.b. ári áður en iPhone kom á markað. Steve Jobs var kannski skíthæll, en hann áttaði sig þó á mikilvægi þess að umkringja sig framsýnu fólki. Ég er einnig það gamall að ég man hvað það var niðurdrepandi að rölta um götur bæjarins þá. Handan glugganna sátu öngvar skvísur að sötra aperol spritz, því þær voru of uppteknar á þriðju vaktinni án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. Þeir einu sem þorðu að láta sjá sig á öldurhúsunum á virkum dögum voru svokallaðir óreglumenn, á meðan hinir sjúklingarnir húktu heima og földu drykkjuna þar fram að helgi. Þetta var þegar naflaskoðun nútímans bjó enn í torfkofunum ásamt íslenskri list. Einhverra hluta vegna hefur þó nostalgían þótt voða fín meðal ungs fólks undanfarinn áratug eða svo. Sársaukinn úr fortíðinni, eins og Don Draper benti á. Vinsælasta tónlistin er annað hvort endurunnin eða hljómar eins og það sem var ferskt fyrir áratug síðan. „Þetta var framtíðartónlist árið 1992,” sagði tónlistarmaður og góðvinur við mig um daginn. „Svo af hverju erum við að gera fortíðartónlist í framtíðinni?” Ég spurði hann hvort það gæti verið að á einhverjum tímapunkti höfum við orðið sjúk í fortíðina af því við urðum svo hrædd við framtíðina. Að minnsta kosti líst mörgum ekki á blikuna. Eðlilega kannski. Foreldrum fallast hendur Ég er orðinn það gamall að foreldrar barna í dag eru af minni kynslóð og næstu á eftir. Ég horfi á foreldrana og sé ennþá krakkana sem voru með mér í grunnskóla. Ef eitthvað er þá eru þessir krakkar enn límdari við símana og samfélagsmiðlana en börnin þeirra. Að láta íslenskukennsluna í hendurnar á þeim er dæmi sem gengur ekki upp. Vinir mínir eru klárir og góðir foreldrar en einnig flestir bullandi lesblindir eða einfaldlega lélegir í stafsetningu. Í ofanálag hafa flestir foreldrar varla orku til að gera annað en fæða og klæða af því þeir eru á skítalaunum ef þeir búa ekki bókstaflega á vinnustaðnum sínum eða eru ekki fæddir með bronsskeið í munni. Lausnina er að öllum líkindum að finna hjá börnunum sjálfum. Þau þyrftu líklega sjálf að finna hvatann til að læra, tala og þróa tungumálið sitt. Þá er bara spurningin hvað myndi hvetja þau til að læra meira. Hvað hvetur fólk áfram yfirhöfuð? Markmið; að græða pening, sigra, finna sér góða maka, o.s.frv. Lífsgæðakapphlaupið. Vandamálið er hins vegar að það er ekki 100% fylgni á milli menntunar og peninga. Þar er einn hvatinn farinn. Skiljanlega hugsa mörg börn: „Til hvers að eyða ævinni í að krafsa mig upp úr fátækt fjölskyldu minnar þegar ég gæti alveg eins eytt tíma mínum fyrir framan skjáinn eins og krakkarnir sem þurfa engar áhyggjur að hafa?” Til að vilja sigra verður maður einnig að trúa því að maður geti það. Það er kannski ekki góð hugmynd að hvetja öll fölsk börn til að taka þátt í söngkeppnum, en það er hægt að virkja ímyndunarafl barna á nokkurn veginn hvaða sviði sem er. Faðir minn var mjög góður í stærðfræði en það breytti engu fyrir mína stærðfræðikunnáttu af því hann var ekki sérlega skapandi maður. Ef skapandi skóli hefði gefið mér haldbærar ástæður til að bæta mig í stærðfræði hefði ég að öllum líkindum orðið fínn í henni, en ég vissi að það væri tilgangslaust að eyða tíma mínum í að bæta mig í einhverju sem ég yrði aldrei góður í. Þess vegna sleppti ég eðlis- og efnafræðiprófunum í samræmdu, rétt slefaði í stærðfræðinni, og flaug samt inn á málabraut í öllum menntaskólum sem ég hafði áhuga á. Þrátt fyrir það hefur sjálfsálit mitt aldrei jafnað sig almennilega vegna kunnáttuleysis í raungreinum, eins fáránlega og það kann að hljóma. Þegar ég var barn afþakkaði móðir mín þátttöku mína í PISA, ekki af því ég stóð mig illa á prófum, heldur af því henni fannst þessi eilífi samanburður á börnum glataður. Enda er hann til þess fallinn að brjóta niður sjálfstraust, ekki til að byggja það upp. Þess utan er lesskilningur hvort eð er afstæður. Áttrætt fólk þekkir orð sem sextugt fólk þekkir ekki og tíu ára börn þekkja orð sem ég þekki ekki. Það er heill hellingur af fólki sem mun misskilja þessa grein, sama hversu skýr og skorinorður ég gerist. Reyndar hefði ég algjöra unun af því að lesa svargreinar frá grunnskólabörnum sem hefðu einhverjar hugmyndir að lausnum, nú eða gagnrýni á skrítna gamla karlinn með hausinn í skýjunum. Eitt er allavega víst og það er að lausnin er ekki sú að „fullorðna fólkið” tuði í börnum eftir PISA kannanir. Mig grunar nefnilega að það sé samasemmerki á milli minna sjálfsálits og lægri einkunna, jafnvel lítillar velgengni yfirhöfuð. Menningu að þakka eða kenna? Þrátt fyrir áhuga minn á íslenskri tungu neyðist ég stundum til að nota ensk orð af því íslensku skortir t.d. fullt af nafnorðum. Enda er þjóð okkar smá og þ.a.l. skiljanlegt að tungumálið sé tiltölulega takmarkað. Hins vegar þykir núna voða mikið sport að kenna ensku um allt. Sumt fólk í „yngri kantinum" eins og t.d. Snorri Másson og Erna Mist bendir á enskuna með fýlusvip, og þykir mér því freistandi að spyrja þau og aðra á sama máli: Minnkar plássið fyrir íslenskuna þegar önnur tungumál bætast við? Og ef svo er, hvaða máli myndi það skipta í stærsta samhenginu? Hvað er svona ógnvekjandi við að öll í heiminum skilji hvert annað? Ef íslensk tunga og menning eru eins mikilvæg og fólk vill meina, þá er bara eitt í stöðunni: að gera fleira sem vekur áhuga og fær fleira fólk til að hlusta, horfa og skilja. Framboð og eftirspurn getur auðvitað verið glatað lögmál, en lögmál er það engu að síður, og ástæðan fyrir því að enskumælandi fólki hefur farið fjölgandi undanfarna áratugi er einmitt eftirspurn eftir bandarískri og breskri menningu. Ég þori t.d. að veðja að eftir að kvikmyndin Sníkjudýr / Parasite / 기생충 fór sigurför um heiminn fyrir nokkrum árum hafi áhugi fólks á kóresku stóraukist. Andri Snær hefur eflaust rétt fyrir sér í því að íslenskir pennar þurfi meiri pening til að skrifa áhugavert barnaefni, en þetta byrjar allt í skólakerfinu. Listamenn nútímans myndu búa til enn áhugaverðari list ef betur hefði verið hlúð að sköpunargáfu þeirra í kerfinu. Ég tala nú ekki um hvernig hlutirnir væru í dag ef alltaf hefði verið hlúð að sköpunargáfu barna í öllum öðrum námsgreinum. Þá væri örugglega löngu komin græja sem myndi þýða öll tungumál fyrir okkur jafnóðum. Í dag tala hins vegar allra þjóða kvikindi ensku þegar þau koma saman á ráðstefnum. Engu máli skiptir hvar í heiminum þau eru stödd. Ef fulltrúi einhvers lands talar ekki ensku, þá er tungumál viðkomandi þýtt yfir á ensku svo að sem flestir skilji. En er langsótt að halda því fram að ef við gætum öll talað almennilega saman, þá myndi sjálfsskilningur okkar aukast? Jafnvel meira en þegar rýnt er í ævaforna menningu? Ég myndi halda að þannig myndi stríðum frekar fækka, trúarofstæki minnka og fólk almennt taka rökréttari ákvarðanir. Viljum við snúa við? Það er talað um að sagan endurtaki sig ef við lærum ekki af fortíðinni, en augljóslega hefur það aldrei verið nóg. Það sem lengst af hefur vantað er mun meira pláss fyrir framtíðarsýn, því við lærum jú ekki einungis til að fá að vita eitthvað, heldur að endingu til að bæta okkur. Ég velti t.d. fyrir mér hvaða kynslóðir munu loks prófa að stokka upp í stjórnmálum, hætta með flokka (sem oft eru lítið annað en trúarbrögð) og mynda kerfi með kjörnum fulltrúum sem allir hefðu lærdóm og kunnáttu á því sem þeir yrðu fengnir til að vinna við. Rúsínan í pylsuendanum væri svo tímamörk á þingsetu. Hægt er að gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir margt en þeir mega þó eiga það að þeir leyfa forsetanum sínum aðeins að sitja í tvö kjörtímabil. Þó ég trúi að skólakerfið sé mun betra en það var árið 2006 velti ég samt einnig fyrir mér hvort heimurinn hafi alltaf verið of mörgum skrefum eftir á. Lausnin væri þá án nokkurs efa fjárfesting í skólakerfi þar sem framtíðarsýn væri grundvöllur náms. Í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn myndi námsskráin snúast um að búa öllum betri framtíð. Því til verða fræ, og það er eins gott að þau verði blóm sem skilji t.d. alvöru þýðingu jafnréttis. Stéttir þar sem konur og kvár eru í meirihluta eru láglaunastéttir. Það væri nær að leiðrétta það áður en gengið er út af Alþingi á Kvennafrídaginn. Getið þið ímyndað ykkur ef Ísland yrði í alvöru sú jafnréttisparadís sem það þykist vera? Kannski væri lausnin bara að láta þessa blessuðu þjóðerniskennd okkar í endurvinnslu og verða þannig raunveruleg fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Höfundur er kúltúrbarn.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun