Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 13:29 Kristrún Frostadóttir gagnrýnir að fjöldi fyrirtækja sem leigi út íbúðir komist hjá því að greiða fasteignaskatt eins og fyrirtækjum beri að gera. Vísir Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira