Vilja hækka olíuverð Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2023 18:31 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, í Riyadh í gær. AP/Alexei Nikolsky Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik. Í frétt Reuters er vitnað í yfirlýsingu frá Kreml í dag, þar sem segir að alþjóðahagkerfið hefði gott af hækkun olíuverðs. Saman dæla Rússar og Sádar um fimmtungi þeirrar olíu sem dælt er úr jörðinni á hverjum degi. Þeir eru því mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Þessi hópur framleiðir um fjörutíu prósent af olíu heimsins. Fregnir hafa borist af spennuþrungnum fundu OPEC+ í síðustu viku þar sem samþykkt vær að draga úr framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag en áður höfðu leiðtogar aðildarríkja samþykkt að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,3 milljónum á dag. Reuters hefur eftir greinendum að leiðtogar Afríkuríkja í OPEC hafi verið ósáttir við framleiðslusamdráttinn en talið er mögulegt að deilur í sambandinu liggi dýpra en það. Ríkismiðlar bæði Rússlands og Sádi-Arabíu hafa í dag haft eftir leiðtogum ríkjanna að þeir hafi rætt sín á milli á fundi þeirra í gær um það að aðildarríki OPEC+ fylgdu samþykktum viðmiðum. Það þykir gefa til kynna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þykir aðrir olíuframleiðendur ekki hafa dregið nægilega mikið úr framleiðslu. Sjá einnig: Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Pútín fundaði í dag með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Kreml í Moskvu. Íran hefur fengið undanþágu frá framleiðslusamdrætti OPEC og hefur ríkið aukið framleiðslu töluvert. Vonast er til þess að Íran framleiði 3,6 milljón tunnur á dag í mars á næsta ári. Bensín og olía Rússland Sádi-Arabía Íran Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í frétt Reuters er vitnað í yfirlýsingu frá Kreml í dag, þar sem segir að alþjóðahagkerfið hefði gott af hækkun olíuverðs. Saman dæla Rússar og Sádar um fimmtungi þeirrar olíu sem dælt er úr jörðinni á hverjum degi. Þeir eru því mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Þessi hópur framleiðir um fjörutíu prósent af olíu heimsins. Fregnir hafa borist af spennuþrungnum fundu OPEC+ í síðustu viku þar sem samþykkt vær að draga úr framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag en áður höfðu leiðtogar aðildarríkja samþykkt að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,3 milljónum á dag. Reuters hefur eftir greinendum að leiðtogar Afríkuríkja í OPEC hafi verið ósáttir við framleiðslusamdráttinn en talið er mögulegt að deilur í sambandinu liggi dýpra en það. Ríkismiðlar bæði Rússlands og Sádi-Arabíu hafa í dag haft eftir leiðtogum ríkjanna að þeir hafi rætt sín á milli á fundi þeirra í gær um það að aðildarríki OPEC+ fylgdu samþykktum viðmiðum. Það þykir gefa til kynna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þykir aðrir olíuframleiðendur ekki hafa dregið nægilega mikið úr framleiðslu. Sjá einnig: Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Pútín fundaði í dag með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Kreml í Moskvu. Íran hefur fengið undanþágu frá framleiðslusamdrætti OPEC og hefur ríkið aukið framleiðslu töluvert. Vonast er til þess að Íran framleiði 3,6 milljón tunnur á dag í mars á næsta ári.
Bensín og olía Rússland Sádi-Arabía Íran Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira