Hætt að versla við Kjörís vegna tengsla við dómsmálaráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2023 10:58 Signý Jóhannesdóttir (t.v.), fyrrverandi varaforseti ASÍ, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Signý Jóhannesdóttir, fyrrverandi varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, kveðst vera hætt að versla við Kjörís vegna tengsla „ísdrottningarinnar“ Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirtækið en hún er einn eigenda þess. Hún segir framkoma ráðherra gagnvart hælisleitendum vera eitthvað sem siðað fólk láti ekki bjóða sér. Hún segir frá þessu í skoðanapistli sem hún birti hér á Vísi í morgun. Titill pistilsins er „Gefum við Rósi skít í ráðherrann?“ Ísdrottningin beri nafn með rentu „Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu.“ Svona hefst grein Signýjar áður en hún fer yfir hvernig hún hefur mótmælt hinum ýmsu aðgerðum síðustu ár. Til að mynda sagði hún sig bæði úr Þjóðkirkjunni og Samfylkingunni vegna ákveðinna mála, sem og upp áskrift hennar af Morgunblaðinu þegar Davíð Oddsson tók þar við sem ritstjóri. „Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play,“ skrifar Signý. Vill að fólk standi með skoðunum sínum Hún bendir á að hún sé fullmeðvituð um að aðgerðir hennar einar og sér færi ekki fjöll. Þrátt fyrir það haldi hún áfram að reyna að hafa áhrif á aðra, svo fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. „Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér,“ skrifar Signý. Hún segir hundinn ekki hafa tekið vel í hugmyndina um að skíta á tröppurnar, þá einna helst þar sem honum þyki vænt um eigin úrgang og svo elski hann ís. „Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili,“ skrifar Signý að lokum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er einn eigenda Kjöríss og var um tíma framkvæmdastjóri félagsins. Þá sat hún í stjórn þar um árabil en faðir hennar, Hafsteinn Kristinsson, stofnaði félagið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ís Flóttamenn Alþingi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hún segir frá þessu í skoðanapistli sem hún birti hér á Vísi í morgun. Titill pistilsins er „Gefum við Rósi skít í ráðherrann?“ Ísdrottningin beri nafn með rentu „Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu.“ Svona hefst grein Signýjar áður en hún fer yfir hvernig hún hefur mótmælt hinum ýmsu aðgerðum síðustu ár. Til að mynda sagði hún sig bæði úr Þjóðkirkjunni og Samfylkingunni vegna ákveðinna mála, sem og upp áskrift hennar af Morgunblaðinu þegar Davíð Oddsson tók þar við sem ritstjóri. „Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play,“ skrifar Signý. Vill að fólk standi með skoðunum sínum Hún bendir á að hún sé fullmeðvituð um að aðgerðir hennar einar og sér færi ekki fjöll. Þrátt fyrir það haldi hún áfram að reyna að hafa áhrif á aðra, svo fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. „Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér,“ skrifar Signý. Hún segir hundinn ekki hafa tekið vel í hugmyndina um að skíta á tröppurnar, þá einna helst þar sem honum þyki vænt um eigin úrgang og svo elski hann ís. „Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili,“ skrifar Signý að lokum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er einn eigenda Kjöríss og var um tíma framkvæmdastjóri félagsins. Þá sat hún í stjórn þar um árabil en faðir hennar, Hafsteinn Kristinsson, stofnaði félagið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ís Flóttamenn Alþingi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira