Dauðþreytt á kolniðamyrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 16:04 Þóra Berg Jónsdóttir á göngustígnum í Laugardalnum í niðamyrkri. Engin lýsing er á göngustígnum. Vísir/Vilhelm Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“ Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
„Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“
Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira