Blásum nýju lífi í íslenskt menntakerfi með gæða námsefni Íris E. Gísladóttir skrifar 9. desember 2023 09:01 Mikil umræða hefur skapast síðustu daga í kjölfar þess að niðurstöður PISA 2022 voru gefnar út en niðurstöðurnar sýna hraða hnignun á árangri nemenda í íslensku skólakerfi. Mest hefur verið rætt um hæfni nemenda til að lesa sér til gagns en minna er rætt um hæfni íslenskra nemenda í stærðfræði og náttúruvísindum, en þar mælast íslenskir nemendur fyrir neðan meðaltal OECD og töluvert neðar en meðaltal nágrannalanda okkar á Norðurlöndunum. Þessar niðurstöður undirstrika brýna þörf á breyttri nálgun. Skólasamfélagið hefur lengi kallað eftir betri og fjölbreyttari námsgögnum. Ákall sem endurómar nú líka frá foreldrum barna sem glíma við áskoranir er kemur að því að styðja börnin sín og fá þau til að hafa áhuga á að læra. Ákall sem á svo sannarlega rétt á sér enda er vandað námsefni grunnur að árangursríku námi. Það er vilji til góðra verka og umbóta í íslensku menntakerfi. Þar starfa frábærir kennarar og metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur gott starf á hverjum einasta degi. Verkefnin eru ærin en við þurfum í sameiningu að ryðja burt hindrunum og tryggja skólasamfélaginu skilvirk og árangursmiðuð tól. Við bjóðum ekki bændastéttinni okkar upp á að sjá um slátt með orfi og ljá og ættum því ekki heldur að biðja kennara okkar að snúa við námsárangri barna okkar með að mestu leyti gamlar bækur að vopni. Fjölbreytt tól og fjölbreyttar aðferðir, sem vekja áhuga nemenda og koma til móts við mismunandi þarfir, þarf til að sjá umtalsvert bættan námsárangur hjá íslenskum börnum. Ríkisrekin einokun Ríkisrekin einokun á námsefnismarkaði hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri framþróun á námsefni, en samkvæmt lögum á ríkið að veita grunnskólum námsefni frítt sem ríkið gerði í gegnum Menntamálastofnun og á nú að haldast óbreytt í nýrri stofnun. Það sem fæstir vita er að fjármagnið sem sá hluti Menntamálastofnunar sem sér um námsefnisgerð fær er ekki nema um 7.000 kr per nemanda á ári. Þar undir fellur bæði kostnaður við gerð námsefnis, kaup og þýðingum á staðfærðu námsefni auk prentunar námsbóka fyrir öll fög sem kennd eru í íslenskum grunnskólum. Tveir aðrir sjóðir eru til staðar sem veita um það bil 2.700 kr per nemanda á ári í viðbót. Formleg heildareyðsla í námsgagnagerð og námsefniskaup fyrir allar námsgreinar fyrir grunnskólastigið allt eru því tæpar 10.000 kr. per nemanda á ársgrundvelli sem nemur ekki nema 0.4% árlegs kostnaðar við rekstur hvers grunnskólanemanda. Örþrifaráð vegna skorts á námsefni Skortur á námsefni er kennurum mjög íþyngjandi þar sem kennarar hafa gripið til þess ráðs að búa til mikið af því námsefni sem er í notkun í íslensku skólakerfi. Kennarar vinna þessa aukavinnu af hendi, annað hvort á þeim litla tíma sem til þess gefst eða, vegna ástríðu, í sínum eigin frítíma án þess að fá nokkra umbun fyrir. Ljóst er að þessi þróun getur ekki haft góð áhrif til lengri tíma. Mismunandi metnaður kennara og gæði þess námsefnis sem búið er til mun skapa meiri misskiptingu milli nemenda auk þess sem hætta er á að metnaðarfyllstu kennararnir brenni út. Þau áhrif eru farin að láta á sér kræla. Mörg sveitarfélög hafa tekið upp á því að grípa boltann og hafa hafið kaup á námsefni af ýmsu tagi utan þess sem ríkið veitir, þrátt fyrir að bera enga skyldu til. Sú þróun er þó ekki sjálfsögð, þá sérstaklega þegar pyngjan þyngist og enn fleiri sveitarfélög standa frammi fyrir greiðsluerfiðleikum. Kostnaður fellur annars staðar Ekki þarf nauðsynlega langvarandi útgjaldaaukningu. Íslendingar eyða töluvert mikið á hvern nemanda miðað við margar þjóðir. Þessi kostnaður hefur hækkað jafnt og þétt, ef til vill vegna skorts á skilvirkum og árangursmiðuðum tólum. Því þegar tól eru fá þá eykst mannaflaþörfin. Þegar vinna í fiskvinnslum landsins var unnin með höndum að mestu leyti störfuðu þar langt um fleiri starfsmenn. Nútímavæðing fiskvinnslna hefur minnkað mannaflaþörf, gert verkferla skilvirkari og skapað töluvert hagræði. Þessar breytingar sköpuðu einnig verðmætari störf bæði hjá fiskvinnslunum sjálfum og hjá tæknifyrirtækjum sem sinna þjónustu við þær. Afhverju þessi myndlíking? Ef litið er á kostnaðaraukningu á hvern nemanda í skólakerfinu þá vegur starfsmannakostnaður þar hæst. Á síðustu 25 árum hefur starfsmönnum grunnskóla fjölgað fimmfalt á við fjölgun nemenda á sama tíma. Kostnaður við sérkennslu og stuðning hefur vaxið hve mest. Fjölgun sem reka má til aukinna greininga, sérþarfa og versnandi árangurs nemenda. Staðan er sú að þriðjungur nemenda fer einhvern tíma á skólagöngu sinni í sérkennslu. Stuðandi staðreynd sem er þó kannski bara endurspeglun af niðurstöðum sem birtust okkur í vikunni. Þegar námsefnið sem í boði er nær ekki til nemenda þá verður sífellt erfiðara fyrir kennara að kalla fram viðeigandi námsárangur. Það helst í hendur. Ef kennarar hefðu fjölbreytt tól til að ná til nemenda væri auðveldara að ýta undir áhugahvöt nemenda og fá nemendur til að leggja sig fram í námi sínu. Hvergi annars staðar Í engum af þeim löndum sem við berum okkur saman við sér ríkið um útgáfu námsefnis með þeim hætti sem gert er hér. Það gæti komið mörgum á óvart enda hefur þessu verið háttað með þessum hætti hérlendis í hart nær 90 ár. En af hverju er þetta svona? Frumvarp um ríkisútgáfu námsbóka var fyrst lagt fram árið 1931 og varð strax mjög umdeilt. Það fékkst ekki afgreitt og var endurflutt næstu árin. Um frumvarpið spunnust oft á tíðum harðar umræður, þar sem m.a. var tekist á um hvort útgáfunni væri best borgið með ríkisafskiptum. Árið 1936 varð frumvarpið þó að lögum og samkvæmt þeim skyldi ríkisútgáfan sjá 7 til 13 ára börnum við skyldunám fyrir ókeypis námsbókum. Lögin voru sett í skugga kreppuáranna þar sem meginmarkmiðið var að sjá til þess að öll börn hefðu aðgang að nauðsynlegum námsgögnum. Jafnvel við setningu laganna var aðkoma ríkisins mjög umdeild og ætla má að ef ekki væri fyrir þrengingar milli stríðsáranna hefðu lögin aldrei náð fram að ganga. Þá hefði íslenskt samfélag ekki vanist ríkisútgáfu námsgagna. Væri ekki fyrir þessa tilstilli væri markaður með námsgögn eflaust nær því sem sjá má í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Því í öllum löndum í kringum okkur er blómstrandi markaður með fjölbreytt námsgögn á fjölbreyttu formi. Allt frá kennslubókum og stafrænum úrræðum til gagnvirkra námsvettvanga. Því það er vitað að fjölbreytt úrval gæðaefnis er lykilatriði í að auðvelda alhliða námsupplifun. Ekki íslenskunni um að kenna Þó við séum lítið málsamfélag þá er einokun ríkisins á námefnismarkaði með þessum hætti ekki nauðsynleg. Grundvöllur laga fyrir slíkt er löngu brostinn. Enda er, sem betur fer, öldin önnur en var á millistríðsárunum. Samþjöppun heimsins hefur gert það að verkum að flestar atvinnugreinar starfa á alþjóðamarkaði. Þar er námsefnisgerð ekki undanskilin. Námsefnisframleiðendur, hvort sem er bókaframleiðendur eða menntatæknifyrirtæki, geta selt vörur sínar um allan heim eins og tíðkast annars staðar. Hér væri hægt að byggja upp stöndug fyrirtæki sem á sama tíma gætu veitt íslensku skólakerfi framúrskarandi námsgögn sem ýta undir hagræðingu í skólakerfinu, árangursríkari kennslu og framúrskarandi námsárangur. Önnur lönd með lítil málsamfélög hafa lyft grettistaki á þessu sviði, án vandkvæða. Eistland, sem er ekki nema þrefalt fjölmennara en Ísland, hóf markvissa innleiðingu á nútímavæddu námsefni og fjölbreyttum tólum inn í skólakerfið sitt og tókst með því að ná undraverðum árangri á um áratug. Þau hoppuðu meðal annars úr svipaðri stöðu og íslenskir nemendur sýna í PISA upp í topp sætin. Bregðumst við Styrkjum kennara með verkfærum sem efla kennsluaðferðir og styðja betur við nám nemenda. Kaup á fjölbreyttu nútímavæddu námsefni er ekki kostnaður; það er fjárfesting í framtíðinni. Notkun á fjölbreyttu gæða námsefni stuðlar að umhverfi þar sem kennarar ná betur og markvissar til nemenda sinna og nemendur þrífast, sem gerir þeim kleift að byggja upp nauðsynlega færni og hæfni til framtíðar. Markviss nýting á nútímavæddu námsefni auðveldar líka gagnaöflun og mat á árangri innan skólakerfisins sem skapar tækifæri á að taka markvissar ákvarðanir út frá haldbærum og rannsakanlegum gögnum. Þannig má með auðveldari hætti taka gagnadrifnar ákvarðanir um breytingar sem nauðsynlegar eru til árangurs og nýta til framþróunar. Nemendum, kennurum og samfélagsins alls til hagsbóta. Niðurstöður PISA eru ákall til aðgerða. Þær undirstrika brýna þörf fyrir heildstæða stefnumótun sem setur þróun, aðgengi og nýtingu gæða námsefnis í forgang. Með því að hlúa að öflugu vistkerfi fyrir skólana okkar getum við blásið nýju lífi í menntakerfið og gert íslenskum nemendur kleift að standa stolt, í fremstu röð. Höfundur er stofnandi Evolytes og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast síðustu daga í kjölfar þess að niðurstöður PISA 2022 voru gefnar út en niðurstöðurnar sýna hraða hnignun á árangri nemenda í íslensku skólakerfi. Mest hefur verið rætt um hæfni nemenda til að lesa sér til gagns en minna er rætt um hæfni íslenskra nemenda í stærðfræði og náttúruvísindum, en þar mælast íslenskir nemendur fyrir neðan meðaltal OECD og töluvert neðar en meðaltal nágrannalanda okkar á Norðurlöndunum. Þessar niðurstöður undirstrika brýna þörf á breyttri nálgun. Skólasamfélagið hefur lengi kallað eftir betri og fjölbreyttari námsgögnum. Ákall sem endurómar nú líka frá foreldrum barna sem glíma við áskoranir er kemur að því að styðja börnin sín og fá þau til að hafa áhuga á að læra. Ákall sem á svo sannarlega rétt á sér enda er vandað námsefni grunnur að árangursríku námi. Það er vilji til góðra verka og umbóta í íslensku menntakerfi. Þar starfa frábærir kennarar og metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur gott starf á hverjum einasta degi. Verkefnin eru ærin en við þurfum í sameiningu að ryðja burt hindrunum og tryggja skólasamfélaginu skilvirk og árangursmiðuð tól. Við bjóðum ekki bændastéttinni okkar upp á að sjá um slátt með orfi og ljá og ættum því ekki heldur að biðja kennara okkar að snúa við námsárangri barna okkar með að mestu leyti gamlar bækur að vopni. Fjölbreytt tól og fjölbreyttar aðferðir, sem vekja áhuga nemenda og koma til móts við mismunandi þarfir, þarf til að sjá umtalsvert bættan námsárangur hjá íslenskum börnum. Ríkisrekin einokun Ríkisrekin einokun á námsefnismarkaði hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri framþróun á námsefni, en samkvæmt lögum á ríkið að veita grunnskólum námsefni frítt sem ríkið gerði í gegnum Menntamálastofnun og á nú að haldast óbreytt í nýrri stofnun. Það sem fæstir vita er að fjármagnið sem sá hluti Menntamálastofnunar sem sér um námsefnisgerð fær er ekki nema um 7.000 kr per nemanda á ári. Þar undir fellur bæði kostnaður við gerð námsefnis, kaup og þýðingum á staðfærðu námsefni auk prentunar námsbóka fyrir öll fög sem kennd eru í íslenskum grunnskólum. Tveir aðrir sjóðir eru til staðar sem veita um það bil 2.700 kr per nemanda á ári í viðbót. Formleg heildareyðsla í námsgagnagerð og námsefniskaup fyrir allar námsgreinar fyrir grunnskólastigið allt eru því tæpar 10.000 kr. per nemanda á ársgrundvelli sem nemur ekki nema 0.4% árlegs kostnaðar við rekstur hvers grunnskólanemanda. Örþrifaráð vegna skorts á námsefni Skortur á námsefni er kennurum mjög íþyngjandi þar sem kennarar hafa gripið til þess ráðs að búa til mikið af því námsefni sem er í notkun í íslensku skólakerfi. Kennarar vinna þessa aukavinnu af hendi, annað hvort á þeim litla tíma sem til þess gefst eða, vegna ástríðu, í sínum eigin frítíma án þess að fá nokkra umbun fyrir. Ljóst er að þessi þróun getur ekki haft góð áhrif til lengri tíma. Mismunandi metnaður kennara og gæði þess námsefnis sem búið er til mun skapa meiri misskiptingu milli nemenda auk þess sem hætta er á að metnaðarfyllstu kennararnir brenni út. Þau áhrif eru farin að láta á sér kræla. Mörg sveitarfélög hafa tekið upp á því að grípa boltann og hafa hafið kaup á námsefni af ýmsu tagi utan þess sem ríkið veitir, þrátt fyrir að bera enga skyldu til. Sú þróun er þó ekki sjálfsögð, þá sérstaklega þegar pyngjan þyngist og enn fleiri sveitarfélög standa frammi fyrir greiðsluerfiðleikum. Kostnaður fellur annars staðar Ekki þarf nauðsynlega langvarandi útgjaldaaukningu. Íslendingar eyða töluvert mikið á hvern nemanda miðað við margar þjóðir. Þessi kostnaður hefur hækkað jafnt og þétt, ef til vill vegna skorts á skilvirkum og árangursmiðuðum tólum. Því þegar tól eru fá þá eykst mannaflaþörfin. Þegar vinna í fiskvinnslum landsins var unnin með höndum að mestu leyti störfuðu þar langt um fleiri starfsmenn. Nútímavæðing fiskvinnslna hefur minnkað mannaflaþörf, gert verkferla skilvirkari og skapað töluvert hagræði. Þessar breytingar sköpuðu einnig verðmætari störf bæði hjá fiskvinnslunum sjálfum og hjá tæknifyrirtækjum sem sinna þjónustu við þær. Afhverju þessi myndlíking? Ef litið er á kostnaðaraukningu á hvern nemanda í skólakerfinu þá vegur starfsmannakostnaður þar hæst. Á síðustu 25 árum hefur starfsmönnum grunnskóla fjölgað fimmfalt á við fjölgun nemenda á sama tíma. Kostnaður við sérkennslu og stuðning hefur vaxið hve mest. Fjölgun sem reka má til aukinna greininga, sérþarfa og versnandi árangurs nemenda. Staðan er sú að þriðjungur nemenda fer einhvern tíma á skólagöngu sinni í sérkennslu. Stuðandi staðreynd sem er þó kannski bara endurspeglun af niðurstöðum sem birtust okkur í vikunni. Þegar námsefnið sem í boði er nær ekki til nemenda þá verður sífellt erfiðara fyrir kennara að kalla fram viðeigandi námsárangur. Það helst í hendur. Ef kennarar hefðu fjölbreytt tól til að ná til nemenda væri auðveldara að ýta undir áhugahvöt nemenda og fá nemendur til að leggja sig fram í námi sínu. Hvergi annars staðar Í engum af þeim löndum sem við berum okkur saman við sér ríkið um útgáfu námsefnis með þeim hætti sem gert er hér. Það gæti komið mörgum á óvart enda hefur þessu verið háttað með þessum hætti hérlendis í hart nær 90 ár. En af hverju er þetta svona? Frumvarp um ríkisútgáfu námsbóka var fyrst lagt fram árið 1931 og varð strax mjög umdeilt. Það fékkst ekki afgreitt og var endurflutt næstu árin. Um frumvarpið spunnust oft á tíðum harðar umræður, þar sem m.a. var tekist á um hvort útgáfunni væri best borgið með ríkisafskiptum. Árið 1936 varð frumvarpið þó að lögum og samkvæmt þeim skyldi ríkisútgáfan sjá 7 til 13 ára börnum við skyldunám fyrir ókeypis námsbókum. Lögin voru sett í skugga kreppuáranna þar sem meginmarkmiðið var að sjá til þess að öll börn hefðu aðgang að nauðsynlegum námsgögnum. Jafnvel við setningu laganna var aðkoma ríkisins mjög umdeild og ætla má að ef ekki væri fyrir þrengingar milli stríðsáranna hefðu lögin aldrei náð fram að ganga. Þá hefði íslenskt samfélag ekki vanist ríkisútgáfu námsgagna. Væri ekki fyrir þessa tilstilli væri markaður með námsgögn eflaust nær því sem sjá má í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Því í öllum löndum í kringum okkur er blómstrandi markaður með fjölbreytt námsgögn á fjölbreyttu formi. Allt frá kennslubókum og stafrænum úrræðum til gagnvirkra námsvettvanga. Því það er vitað að fjölbreytt úrval gæðaefnis er lykilatriði í að auðvelda alhliða námsupplifun. Ekki íslenskunni um að kenna Þó við séum lítið málsamfélag þá er einokun ríkisins á námefnismarkaði með þessum hætti ekki nauðsynleg. Grundvöllur laga fyrir slíkt er löngu brostinn. Enda er, sem betur fer, öldin önnur en var á millistríðsárunum. Samþjöppun heimsins hefur gert það að verkum að flestar atvinnugreinar starfa á alþjóðamarkaði. Þar er námsefnisgerð ekki undanskilin. Námsefnisframleiðendur, hvort sem er bókaframleiðendur eða menntatæknifyrirtæki, geta selt vörur sínar um allan heim eins og tíðkast annars staðar. Hér væri hægt að byggja upp stöndug fyrirtæki sem á sama tíma gætu veitt íslensku skólakerfi framúrskarandi námsgögn sem ýta undir hagræðingu í skólakerfinu, árangursríkari kennslu og framúrskarandi námsárangur. Önnur lönd með lítil málsamfélög hafa lyft grettistaki á þessu sviði, án vandkvæða. Eistland, sem er ekki nema þrefalt fjölmennara en Ísland, hóf markvissa innleiðingu á nútímavæddu námsefni og fjölbreyttum tólum inn í skólakerfið sitt og tókst með því að ná undraverðum árangri á um áratug. Þau hoppuðu meðal annars úr svipaðri stöðu og íslenskir nemendur sýna í PISA upp í topp sætin. Bregðumst við Styrkjum kennara með verkfærum sem efla kennsluaðferðir og styðja betur við nám nemenda. Kaup á fjölbreyttu nútímavæddu námsefni er ekki kostnaður; það er fjárfesting í framtíðinni. Notkun á fjölbreyttu gæða námsefni stuðlar að umhverfi þar sem kennarar ná betur og markvissar til nemenda sinna og nemendur þrífast, sem gerir þeim kleift að byggja upp nauðsynlega færni og hæfni til framtíðar. Markviss nýting á nútímavæddu námsefni auðveldar líka gagnaöflun og mat á árangri innan skólakerfisins sem skapar tækifæri á að taka markvissar ákvarðanir út frá haldbærum og rannsakanlegum gögnum. Þannig má með auðveldari hætti taka gagnadrifnar ákvarðanir um breytingar sem nauðsynlegar eru til árangurs og nýta til framþróunar. Nemendum, kennurum og samfélagsins alls til hagsbóta. Niðurstöður PISA eru ákall til aðgerða. Þær undirstrika brýna þörf fyrir heildstæða stefnumótun sem setur þróun, aðgengi og nýtingu gæða námsefnis í forgang. Með því að hlúa að öflugu vistkerfi fyrir skólana okkar getum við blásið nýju lífi í menntakerfið og gert íslenskum nemendur kleift að standa stolt, í fremstu röð. Höfundur er stofnandi Evolytes og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar