Landslagsmiðuð nálgun í fráveitumálum Svana Rún Hermannsdóttir skrifar 8. desember 2023 16:01 Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Reykjavík Evrópusambandið Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun