Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 23:24 Hér má sjá mynd úr drónamyndbandi sem er tekið af æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur. Á myndinni má holu sem hefur myndast út frá sprungunni sem liggur undir bænum. Vísir/Vilhelm Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. „Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
„Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira