Sniðgöngum Kærleikskúluna Einar Örn Jónsson skrifar 10. desember 2023 09:30 Það er sárt að sjá að ágóði af sölu Kærleikskúlunnar 2023 skuli renna til sumarbúðanna í Reykjadal. Það er ástæða til að rifja upp að Kærleikskúlan er gefin út af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF) sem einnig rekur téðar sumarbúðir. Stutt er síðan starfsmaður búðanna beitti níu ára stúlku sem þar dvaldi kynferðisofbeldi. Aðstandendum Kærleikskúlunnar ætti því að vera fullkunnugt um hvernig starfsmenn sumarbúðanna brugðust við glæpnum sem hefði auðvitað aldrei átt að eiga sér stað. Starfsmenn spilltu vettvangi glæpsins, komu geranda undan og kölluðu hvorki til lögreglu né barnavernd eins og þeim bar að gera lögum samkvæmt. Þannig brugðust þeir algerlega þolanda og aðstandendum hans. Enn hefur enginn axlað ábyrgð á kynferðisofbeldinu í Reykjadal sumarið 2022. Hvorki þáverandi framkvæmdastjóri Reykjadals, Vilmundur Gíslason, né forstöðumaður Reykjadals, Andrea Rói Sigurbjörns, voru látin taka pokann sinn í kjölfar atviksins. Þegar Vilmundur hætti fyrir aldurs sakir löngu síðar var honum þvert á móti þakkað fyrir 25 „farsæl“ ár í starfi á vef SLF. Þá situr Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar SLF, enn í formannstól en hann þaggaði svo vel niður glæpinn að hann upplýsti ekki einu sinni alla stjórnarmenn um hann. Þeir starfsmenn og stjórnarmenn SLF sem vissu um glæpinn brugðust einnig forráðamönnum annarra barna í Reykjadal með því að upplýsa þá ekki strax um hvað gerst hafði. Það var ekki fyrr en aðstandendur þolanda í málsins fóru með málið í fjölmiðla mörgum mánuðum síðar að þeir neyddust til þess. Í kjölfar atviksins í Reykjadal var farið í úttekt á verkferlum í Reykjadal og komið upp viðbragðsáætlun í samstarfi við Barnaheill og er það vel. Hafa skal hugfast að SLF var nauðugur einn kostur að fara í þá vinnu því annars átti félagið yfir höfði sér að rekstrarleyfið yrði tekið af þeim og skellt í lás í Reykjadal. Okkur aðstandendum þolandans í málinu finnst hins vegar ótækt að SLF sé að fara í fjáröflun og ímyndarherferð á þessum tíma meðan enginn innan félagsins hefur axlað raunverulega ábyrgð á því sem þar gerðist sumarið 2023. Við hvetjum því fólk til að sniðganga Kærleikskúluna 2023. Ef fólk vill láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla hvetjum við það til að styrkja Stígamót í staðinn þetta árið. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Maður sem er sagður hafa brotið á stúlku vinnur enn í kringum börn Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla þar sem börn sækja námskeið. 28. júní 2023 23:28 „Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er sárt að sjá að ágóði af sölu Kærleikskúlunnar 2023 skuli renna til sumarbúðanna í Reykjadal. Það er ástæða til að rifja upp að Kærleikskúlan er gefin út af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF) sem einnig rekur téðar sumarbúðir. Stutt er síðan starfsmaður búðanna beitti níu ára stúlku sem þar dvaldi kynferðisofbeldi. Aðstandendum Kærleikskúlunnar ætti því að vera fullkunnugt um hvernig starfsmenn sumarbúðanna brugðust við glæpnum sem hefði auðvitað aldrei átt að eiga sér stað. Starfsmenn spilltu vettvangi glæpsins, komu geranda undan og kölluðu hvorki til lögreglu né barnavernd eins og þeim bar að gera lögum samkvæmt. Þannig brugðust þeir algerlega þolanda og aðstandendum hans. Enn hefur enginn axlað ábyrgð á kynferðisofbeldinu í Reykjadal sumarið 2022. Hvorki þáverandi framkvæmdastjóri Reykjadals, Vilmundur Gíslason, né forstöðumaður Reykjadals, Andrea Rói Sigurbjörns, voru látin taka pokann sinn í kjölfar atviksins. Þegar Vilmundur hætti fyrir aldurs sakir löngu síðar var honum þvert á móti þakkað fyrir 25 „farsæl“ ár í starfi á vef SLF. Þá situr Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar SLF, enn í formannstól en hann þaggaði svo vel niður glæpinn að hann upplýsti ekki einu sinni alla stjórnarmenn um hann. Þeir starfsmenn og stjórnarmenn SLF sem vissu um glæpinn brugðust einnig forráðamönnum annarra barna í Reykjadal með því að upplýsa þá ekki strax um hvað gerst hafði. Það var ekki fyrr en aðstandendur þolanda í málsins fóru með málið í fjölmiðla mörgum mánuðum síðar að þeir neyddust til þess. Í kjölfar atviksins í Reykjadal var farið í úttekt á verkferlum í Reykjadal og komið upp viðbragðsáætlun í samstarfi við Barnaheill og er það vel. Hafa skal hugfast að SLF var nauðugur einn kostur að fara í þá vinnu því annars átti félagið yfir höfði sér að rekstrarleyfið yrði tekið af þeim og skellt í lás í Reykjadal. Okkur aðstandendum þolandans í málinu finnst hins vegar ótækt að SLF sé að fara í fjáröflun og ímyndarherferð á þessum tíma meðan enginn innan félagsins hefur axlað raunverulega ábyrgð á því sem þar gerðist sumarið 2023. Við hvetjum því fólk til að sniðganga Kærleikskúluna 2023. Ef fólk vill láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla hvetjum við það til að styrkja Stígamót í staðinn þetta árið. Höfundur er foreldri.
Maður sem er sagður hafa brotið á stúlku vinnur enn í kringum börn Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla þar sem börn sækja námskeið. 28. júní 2023 23:28
„Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun