Sniðgöngum Kærleikskúluna Einar Örn Jónsson skrifar 10. desember 2023 09:30 Það er sárt að sjá að ágóði af sölu Kærleikskúlunnar 2023 skuli renna til sumarbúðanna í Reykjadal. Það er ástæða til að rifja upp að Kærleikskúlan er gefin út af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF) sem einnig rekur téðar sumarbúðir. Stutt er síðan starfsmaður búðanna beitti níu ára stúlku sem þar dvaldi kynferðisofbeldi. Aðstandendum Kærleikskúlunnar ætti því að vera fullkunnugt um hvernig starfsmenn sumarbúðanna brugðust við glæpnum sem hefði auðvitað aldrei átt að eiga sér stað. Starfsmenn spilltu vettvangi glæpsins, komu geranda undan og kölluðu hvorki til lögreglu né barnavernd eins og þeim bar að gera lögum samkvæmt. Þannig brugðust þeir algerlega þolanda og aðstandendum hans. Enn hefur enginn axlað ábyrgð á kynferðisofbeldinu í Reykjadal sumarið 2022. Hvorki þáverandi framkvæmdastjóri Reykjadals, Vilmundur Gíslason, né forstöðumaður Reykjadals, Andrea Rói Sigurbjörns, voru látin taka pokann sinn í kjölfar atviksins. Þegar Vilmundur hætti fyrir aldurs sakir löngu síðar var honum þvert á móti þakkað fyrir 25 „farsæl“ ár í starfi á vef SLF. Þá situr Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar SLF, enn í formannstól en hann þaggaði svo vel niður glæpinn að hann upplýsti ekki einu sinni alla stjórnarmenn um hann. Þeir starfsmenn og stjórnarmenn SLF sem vissu um glæpinn brugðust einnig forráðamönnum annarra barna í Reykjadal með því að upplýsa þá ekki strax um hvað gerst hafði. Það var ekki fyrr en aðstandendur þolanda í málsins fóru með málið í fjölmiðla mörgum mánuðum síðar að þeir neyddust til þess. Í kjölfar atviksins í Reykjadal var farið í úttekt á verkferlum í Reykjadal og komið upp viðbragðsáætlun í samstarfi við Barnaheill og er það vel. Hafa skal hugfast að SLF var nauðugur einn kostur að fara í þá vinnu því annars átti félagið yfir höfði sér að rekstrarleyfið yrði tekið af þeim og skellt í lás í Reykjadal. Okkur aðstandendum þolandans í málinu finnst hins vegar ótækt að SLF sé að fara í fjáröflun og ímyndarherferð á þessum tíma meðan enginn innan félagsins hefur axlað raunverulega ábyrgð á því sem þar gerðist sumarið 2023. Við hvetjum því fólk til að sniðganga Kærleikskúluna 2023. Ef fólk vill láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla hvetjum við það til að styrkja Stígamót í staðinn þetta árið. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Maður sem er sagður hafa brotið á stúlku vinnur enn í kringum börn Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla þar sem börn sækja námskeið. 28. júní 2023 23:28 „Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sárt að sjá að ágóði af sölu Kærleikskúlunnar 2023 skuli renna til sumarbúðanna í Reykjadal. Það er ástæða til að rifja upp að Kærleikskúlan er gefin út af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF) sem einnig rekur téðar sumarbúðir. Stutt er síðan starfsmaður búðanna beitti níu ára stúlku sem þar dvaldi kynferðisofbeldi. Aðstandendum Kærleikskúlunnar ætti því að vera fullkunnugt um hvernig starfsmenn sumarbúðanna brugðust við glæpnum sem hefði auðvitað aldrei átt að eiga sér stað. Starfsmenn spilltu vettvangi glæpsins, komu geranda undan og kölluðu hvorki til lögreglu né barnavernd eins og þeim bar að gera lögum samkvæmt. Þannig brugðust þeir algerlega þolanda og aðstandendum hans. Enn hefur enginn axlað ábyrgð á kynferðisofbeldinu í Reykjadal sumarið 2022. Hvorki þáverandi framkvæmdastjóri Reykjadals, Vilmundur Gíslason, né forstöðumaður Reykjadals, Andrea Rói Sigurbjörns, voru látin taka pokann sinn í kjölfar atviksins. Þegar Vilmundur hætti fyrir aldurs sakir löngu síðar var honum þvert á móti þakkað fyrir 25 „farsæl“ ár í starfi á vef SLF. Þá situr Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar SLF, enn í formannstól en hann þaggaði svo vel niður glæpinn að hann upplýsti ekki einu sinni alla stjórnarmenn um hann. Þeir starfsmenn og stjórnarmenn SLF sem vissu um glæpinn brugðust einnig forráðamönnum annarra barna í Reykjadal með því að upplýsa þá ekki strax um hvað gerst hafði. Það var ekki fyrr en aðstandendur þolanda í málsins fóru með málið í fjölmiðla mörgum mánuðum síðar að þeir neyddust til þess. Í kjölfar atviksins í Reykjadal var farið í úttekt á verkferlum í Reykjadal og komið upp viðbragðsáætlun í samstarfi við Barnaheill og er það vel. Hafa skal hugfast að SLF var nauðugur einn kostur að fara í þá vinnu því annars átti félagið yfir höfði sér að rekstrarleyfið yrði tekið af þeim og skellt í lás í Reykjadal. Okkur aðstandendum þolandans í málinu finnst hins vegar ótækt að SLF sé að fara í fjáröflun og ímyndarherferð á þessum tíma meðan enginn innan félagsins hefur axlað raunverulega ábyrgð á því sem þar gerðist sumarið 2023. Við hvetjum því fólk til að sniðganga Kærleikskúluna 2023. Ef fólk vill láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla hvetjum við það til að styrkja Stígamót í staðinn þetta árið. Höfundur er foreldri.
Maður sem er sagður hafa brotið á stúlku vinnur enn í kringum börn Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla þar sem börn sækja námskeið. 28. júní 2023 23:28
„Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar