„Þungu fargi af manni létt“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. desember 2023 22:46 Ólafur Ólafsson hvetur Grindvíkinga til að fjölmenna á næsta leik sem er einmitt gegn Haukum á ný. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins eftir sigur á Haukum í sveiflukenndum leik. Lokatölur 88-80 þar sem heimamenn náðu að standa af sér áhlaup gestanna í lokin. Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira