Úllen-dúllen-doff: hverjum hjálpum við? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. desember 2023 08:00 Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun