RÚV og siðferði Páll Steingrímsson skrifar 14. desember 2023 09:30 Ég hef nú forðast það að fylgjast með nokkru því sem birtist á RÚV og þeir sem þekkja mig vita vel hvers vegna það er, en þegar að ég las ummæli sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra viðhafði um þessa stofnun þá ákvað ég að brjóta odd af þessu áhugaleysi mínu og skoða tilefni orða hans. Verð ég að segja að vinnubrögð stofnunarinnar komu mér ekki á óvart. Ég hef persónulega reynslu af vinnubrögðum núverandi og fyrrverandi starfsmanna Ríkisútvarpsins og þeir sem hafa lesið fésbókarvegg minn vita hver hún er. Því miður er sá siðferðisbrestur og mögulega saknæma framferði sem þar birtist ekki einsdæmi þó ég gjarnan vildi. Skemmst er að rifja upp húsvitjunina í Grindavík nýverið, gluggagæinn (drónann) á ónefndum sveitabæ á Suðurlandi og svo lengi mætti telja. Svo djúp er holan þar sem siðferðisþröskuldurinn er hjá flestum að stjórnarmaður Ríkisútvarpsins sá sig knúinn í lok september að minna útvarpsstjóra (og fyrrum lögreglustjórann) og hans fólk á að virða lög og reglur. Aftur að ástæðu þessa pistils, en eftir lestur orða Bjarna Benediktssonar skoðaði ég umfjöllun Kveiksþáttarins. Í kjölfarið sendi ég starfsmanni Kveiks sem átti aðkomu að þessum þætti og spurði einnar spurningar: „Góðan daginn Arnar. Hvaðan komu þessar upplýsingar? „Samkvæmt upplýsingum Kveiks þurfa fyrirtæki sem fá lán í erlendum bönkum jafnframt að leggja tekjurnar inn í þann banka.““ Ég veit að þessi fullyrðing er röng því þau fyrirtæki sem hafa til dæmis verið að láta byggja fyrir sig skip sem er nánast eingöngu gert erlendis fá oft boð um lán án þess að sú kvöð fylgi að hafa nokkurn bankareikning hjá viðkomandi lánastofnun, hvað þá skyldu til að leggja tekjur sínar inn á reikning hjá viðkomandi lánastofnun. Heilum fimm dögum síðar hefur mér ekki enn borist svar. Það er svo sem engin nýlunda en var það oft og iðulega viðbrögð þess hóps blaðamanna sem hafa nú stöðu sakbornings þegar ég bað þá um að standa skil á fullyrðingum sínum. Þeir sem þekkja til rekstrar, sem takmörkuð þekking virðist vera á innan veggja Ríkisútvarpsins, vita að enginn með starfsemi á Íslandi getur flúið krónuna. Laun og annar innlendur kostnaður, sem yfirleitt er meðal stærstu útgjaldaliða hvers fyrirtækis, er í krónum. Þó eru mörg þessara fyrirtækja einnig með kostnað í erlendum myntum. Hins vegar er bróðurpartur tekna útflutningsfyrirtækja eðli málsins samkvæmt í erlendum gjaldmiðlum. Tilgangurinn með að gera upp í erlendri mynt er að draga úr áhættu fyrirtækisins þegar kemur að tekjum þess, sem er undirstaða tilvist þeirra. Þetta er eitthvað sem virðist skipta Ríkisútvarpið litlu máli enda bjargar ríkið stofnuninni með einu pennastriki og hækkar útvarpsgjaldið ef á þarf að halda. Aldrei þarf að sýna aðhald í rekstrinum sjálfum. Hann bólgnar út eins og brauð í ofni á kostnað skattgreiðenda. Já, við skattgreiðendur borgum nefnilega launin þeirra, annan kostnað og tapið. Forvera núverandi útvarpstjóra tókst að reka stofnunina með hagnaði og jók eiginfjárhlutfallið jafnt og þétt allan sinn skipunartíma. Uppsafnað tap núverandi útvarpsstjóra nemur á fjórða hundrað milljónir króna og eiginfjárhlutfallið rétt um 20% – þrátt fyrir bæði auglýsingatekjur og síhækkandi útvarpsgjald. Hvað þáttinn að öðru leyti varðar þá er hann sama marki brenndur og flest annað það sem ég hef kynnst frá þessari ríkisstofnun: dylgjur og áróður á kostnað skattgreiðenda. Alltaf skal reynt að tortryggja sjávarútvegsfyrirtækin, sbr. orðalag Kveiks: „Samkvæmt upplýsingum Kveiks þurfa fyrirtæki sem fá lán í erlendum bönkum jafnframt að leggja tekjurnar inn í þann banka. Hvort tekjurnar skila sér svo allar til Íslands er óvíst og upplýsingar um það liggja ekki á lausu. Þannig er ekkert víst að til að mynda allur ágóðinn af fiskútflutningi skili sér inn í íslenska hagkerfið.“ Svo maður noti orðalag ungdómsins: Kommon! Þetta er hvorki fjölmiðlun né fagmennska. Þetta eru dylgjur og áróður. Ef þessi stofnun ætlar að ná virðingu sinni aftur – og Stefán Eiríksson að láta minnast síns fyrir eitthvað annað en hvert stórslysið á fætur öðru þá verða menn að girða sig í brók, axla ábyrgð og hætta að stinga hausnum í sandinn. Þetta er ekki hægt. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Páll Steingrímsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef nú forðast það að fylgjast með nokkru því sem birtist á RÚV og þeir sem þekkja mig vita vel hvers vegna það er, en þegar að ég las ummæli sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra viðhafði um þessa stofnun þá ákvað ég að brjóta odd af þessu áhugaleysi mínu og skoða tilefni orða hans. Verð ég að segja að vinnubrögð stofnunarinnar komu mér ekki á óvart. Ég hef persónulega reynslu af vinnubrögðum núverandi og fyrrverandi starfsmanna Ríkisútvarpsins og þeir sem hafa lesið fésbókarvegg minn vita hver hún er. Því miður er sá siðferðisbrestur og mögulega saknæma framferði sem þar birtist ekki einsdæmi þó ég gjarnan vildi. Skemmst er að rifja upp húsvitjunina í Grindavík nýverið, gluggagæinn (drónann) á ónefndum sveitabæ á Suðurlandi og svo lengi mætti telja. Svo djúp er holan þar sem siðferðisþröskuldurinn er hjá flestum að stjórnarmaður Ríkisútvarpsins sá sig knúinn í lok september að minna útvarpsstjóra (og fyrrum lögreglustjórann) og hans fólk á að virða lög og reglur. Aftur að ástæðu þessa pistils, en eftir lestur orða Bjarna Benediktssonar skoðaði ég umfjöllun Kveiksþáttarins. Í kjölfarið sendi ég starfsmanni Kveiks sem átti aðkomu að þessum þætti og spurði einnar spurningar: „Góðan daginn Arnar. Hvaðan komu þessar upplýsingar? „Samkvæmt upplýsingum Kveiks þurfa fyrirtæki sem fá lán í erlendum bönkum jafnframt að leggja tekjurnar inn í þann banka.““ Ég veit að þessi fullyrðing er röng því þau fyrirtæki sem hafa til dæmis verið að láta byggja fyrir sig skip sem er nánast eingöngu gert erlendis fá oft boð um lán án þess að sú kvöð fylgi að hafa nokkurn bankareikning hjá viðkomandi lánastofnun, hvað þá skyldu til að leggja tekjur sínar inn á reikning hjá viðkomandi lánastofnun. Heilum fimm dögum síðar hefur mér ekki enn borist svar. Það er svo sem engin nýlunda en var það oft og iðulega viðbrögð þess hóps blaðamanna sem hafa nú stöðu sakbornings þegar ég bað þá um að standa skil á fullyrðingum sínum. Þeir sem þekkja til rekstrar, sem takmörkuð þekking virðist vera á innan veggja Ríkisútvarpsins, vita að enginn með starfsemi á Íslandi getur flúið krónuna. Laun og annar innlendur kostnaður, sem yfirleitt er meðal stærstu útgjaldaliða hvers fyrirtækis, er í krónum. Þó eru mörg þessara fyrirtækja einnig með kostnað í erlendum myntum. Hins vegar er bróðurpartur tekna útflutningsfyrirtækja eðli málsins samkvæmt í erlendum gjaldmiðlum. Tilgangurinn með að gera upp í erlendri mynt er að draga úr áhættu fyrirtækisins þegar kemur að tekjum þess, sem er undirstaða tilvist þeirra. Þetta er eitthvað sem virðist skipta Ríkisútvarpið litlu máli enda bjargar ríkið stofnuninni með einu pennastriki og hækkar útvarpsgjaldið ef á þarf að halda. Aldrei þarf að sýna aðhald í rekstrinum sjálfum. Hann bólgnar út eins og brauð í ofni á kostnað skattgreiðenda. Já, við skattgreiðendur borgum nefnilega launin þeirra, annan kostnað og tapið. Forvera núverandi útvarpstjóra tókst að reka stofnunina með hagnaði og jók eiginfjárhlutfallið jafnt og þétt allan sinn skipunartíma. Uppsafnað tap núverandi útvarpsstjóra nemur á fjórða hundrað milljónir króna og eiginfjárhlutfallið rétt um 20% – þrátt fyrir bæði auglýsingatekjur og síhækkandi útvarpsgjald. Hvað þáttinn að öðru leyti varðar þá er hann sama marki brenndur og flest annað það sem ég hef kynnst frá þessari ríkisstofnun: dylgjur og áróður á kostnað skattgreiðenda. Alltaf skal reynt að tortryggja sjávarútvegsfyrirtækin, sbr. orðalag Kveiks: „Samkvæmt upplýsingum Kveiks þurfa fyrirtæki sem fá lán í erlendum bönkum jafnframt að leggja tekjurnar inn í þann banka. Hvort tekjurnar skila sér svo allar til Íslands er óvíst og upplýsingar um það liggja ekki á lausu. Þannig er ekkert víst að til að mynda allur ágóðinn af fiskútflutningi skili sér inn í íslenska hagkerfið.“ Svo maður noti orðalag ungdómsins: Kommon! Þetta er hvorki fjölmiðlun né fagmennska. Þetta eru dylgjur og áróður. Ef þessi stofnun ætlar að ná virðingu sinni aftur – og Stefán Eiríksson að láta minnast síns fyrir eitthvað annað en hvert stórslysið á fætur öðru þá verða menn að girða sig í brók, axla ábyrgð og hætta að stinga hausnum í sandinn. Þetta er ekki hægt. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun