Trölli fær ekki að stela hjólajólunum Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. desember 2023 11:01 Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Alþingi Loftslagsmál Samgöngur Skattar og tollar Píratar Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun