Hvers vegna svelta ráðamenn Samkeppniseftirlitið? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 14. desember 2023 21:00 Á dögunum skilaði Samkeppniseftirlitið af sér viðbótarumsögn um fjárlagafrumvarp 2024 sem nú er í lokavinnslu á Alþingi. Þar kemur fram að „grafalvarleg staða” ríki í samkeppnismálum hér á landi sökum þeirrar sveltistefnu sem íslenskir ráðamenn hafa beitt á liðnum árum. Fram kemur m.a. að fjárframlög til eftirlitsins munu lækka um 20% frá árinu 2014 til 2024 á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnum eftirlitsins hefur fjölgað og efnahagsumsvif aukist um og yfir 35-40%! Erlend fordæmi hundsuð Þetta er með miklum ólíkindum og verður enn furðulegra þegar haft er í huga að víða hafa stjórnvöld brugðist við miklum verðhækkunum og verðbólgu með auknu samkeppniseftirliti. Má nefna Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin sem nýleg dæmi. Erlendis þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að grípa til slíkra aðgerða þegar efnahagshamfarir ríða yfir líkt og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu misserin. Virk samkeppni er talin nauðsynleg sem liður í efnahagslegum viðbrögðum við verðbólgu og miklum verðlagshækkunum. Tilgangurinn með bættu eftirliti er vitaskuld að halda upp vörnum fyrir hagsmuni almennings. Stjórnvöldum hér á landi þykir hins vegar með öllu ástæðulaust að bregðast við með sama hætti og sjálfsagt þykir víðast um hinn vestræna heim. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ítrekað bent á að við núverandi aðstæður fái það tæpast sinnt lögbundnum skyldum sínum. Vond skilaboð inn í kjarasamninga Samkeppni er launafólki á Íslandi mjög mikilvæg enda stuðlar hún ekki einungis að lægra verðlagi heldur styður hún við framleiðni, hagvöxt og hærra atvinnustig svo eitthvað sé nefnt. Fyrir liggur að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi er ábótavant. Á þetta hefur ítrekað verið bent með rannsóknum. Þá blasir við að samkeppniseftirlit er sérlega mikilvægt í litlu hagkerfi á borð við Ísland þar sem fákeppni ríkir á flestum mörkuðum og aðgangshindranir eru miklar. Það er beinlínis galið að gera aðhaldskröfu gagnvart þessari mikilvægu stofnun, almennt og sérstaklega við ríkjandi aðstæður. Almenningur hlýtur að spyrja; hvers vegna er íslenskum stjórnmálamönnum svo illa við samkeppniseftirlit? Hvers vegna mega Íslendingar ekki njóta þess ábata sem fylgir starfsemi Samkeppniseftirlitsins? Hagsmuna hverra er þetta fólk að gæta? Að veikja Samkeppniseftirlitið eru vond skilaboð inn í kjarasamninga og misráðin aðgerð af hálfu stjórnvalda sem ættu með réttu að efla það og stuðla þannig að lægra verðlagi og auknum kaupmætti almennings í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skilaði Samkeppniseftirlitið af sér viðbótarumsögn um fjárlagafrumvarp 2024 sem nú er í lokavinnslu á Alþingi. Þar kemur fram að „grafalvarleg staða” ríki í samkeppnismálum hér á landi sökum þeirrar sveltistefnu sem íslenskir ráðamenn hafa beitt á liðnum árum. Fram kemur m.a. að fjárframlög til eftirlitsins munu lækka um 20% frá árinu 2014 til 2024 á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnum eftirlitsins hefur fjölgað og efnahagsumsvif aukist um og yfir 35-40%! Erlend fordæmi hundsuð Þetta er með miklum ólíkindum og verður enn furðulegra þegar haft er í huga að víða hafa stjórnvöld brugðist við miklum verðhækkunum og verðbólgu með auknu samkeppniseftirliti. Má nefna Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin sem nýleg dæmi. Erlendis þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að grípa til slíkra aðgerða þegar efnahagshamfarir ríða yfir líkt og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu misserin. Virk samkeppni er talin nauðsynleg sem liður í efnahagslegum viðbrögðum við verðbólgu og miklum verðlagshækkunum. Tilgangurinn með bættu eftirliti er vitaskuld að halda upp vörnum fyrir hagsmuni almennings. Stjórnvöldum hér á landi þykir hins vegar með öllu ástæðulaust að bregðast við með sama hætti og sjálfsagt þykir víðast um hinn vestræna heim. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ítrekað bent á að við núverandi aðstæður fái það tæpast sinnt lögbundnum skyldum sínum. Vond skilaboð inn í kjarasamninga Samkeppni er launafólki á Íslandi mjög mikilvæg enda stuðlar hún ekki einungis að lægra verðlagi heldur styður hún við framleiðni, hagvöxt og hærra atvinnustig svo eitthvað sé nefnt. Fyrir liggur að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi er ábótavant. Á þetta hefur ítrekað verið bent með rannsóknum. Þá blasir við að samkeppniseftirlit er sérlega mikilvægt í litlu hagkerfi á borð við Ísland þar sem fákeppni ríkir á flestum mörkuðum og aðgangshindranir eru miklar. Það er beinlínis galið að gera aðhaldskröfu gagnvart þessari mikilvægu stofnun, almennt og sérstaklega við ríkjandi aðstæður. Almenningur hlýtur að spyrja; hvers vegna er íslenskum stjórnmálamönnum svo illa við samkeppniseftirlit? Hvers vegna mega Íslendingar ekki njóta þess ábata sem fylgir starfsemi Samkeppniseftirlitsins? Hagsmuna hverra er þetta fólk að gæta? Að veikja Samkeppniseftirlitið eru vond skilaboð inn í kjarasamninga og misráðin aðgerð af hálfu stjórnvalda sem ættu með réttu að efla það og stuðla þannig að lægra verðlagi og auknum kaupmætti almennings í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar