Hvers vegna svelta ráðamenn Samkeppniseftirlitið? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 14. desember 2023 21:00 Á dögunum skilaði Samkeppniseftirlitið af sér viðbótarumsögn um fjárlagafrumvarp 2024 sem nú er í lokavinnslu á Alþingi. Þar kemur fram að „grafalvarleg staða” ríki í samkeppnismálum hér á landi sökum þeirrar sveltistefnu sem íslenskir ráðamenn hafa beitt á liðnum árum. Fram kemur m.a. að fjárframlög til eftirlitsins munu lækka um 20% frá árinu 2014 til 2024 á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnum eftirlitsins hefur fjölgað og efnahagsumsvif aukist um og yfir 35-40%! Erlend fordæmi hundsuð Þetta er með miklum ólíkindum og verður enn furðulegra þegar haft er í huga að víða hafa stjórnvöld brugðist við miklum verðhækkunum og verðbólgu með auknu samkeppniseftirliti. Má nefna Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin sem nýleg dæmi. Erlendis þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að grípa til slíkra aðgerða þegar efnahagshamfarir ríða yfir líkt og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu misserin. Virk samkeppni er talin nauðsynleg sem liður í efnahagslegum viðbrögðum við verðbólgu og miklum verðlagshækkunum. Tilgangurinn með bættu eftirliti er vitaskuld að halda upp vörnum fyrir hagsmuni almennings. Stjórnvöldum hér á landi þykir hins vegar með öllu ástæðulaust að bregðast við með sama hætti og sjálfsagt þykir víðast um hinn vestræna heim. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ítrekað bent á að við núverandi aðstæður fái það tæpast sinnt lögbundnum skyldum sínum. Vond skilaboð inn í kjarasamninga Samkeppni er launafólki á Íslandi mjög mikilvæg enda stuðlar hún ekki einungis að lægra verðlagi heldur styður hún við framleiðni, hagvöxt og hærra atvinnustig svo eitthvað sé nefnt. Fyrir liggur að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi er ábótavant. Á þetta hefur ítrekað verið bent með rannsóknum. Þá blasir við að samkeppniseftirlit er sérlega mikilvægt í litlu hagkerfi á borð við Ísland þar sem fákeppni ríkir á flestum mörkuðum og aðgangshindranir eru miklar. Það er beinlínis galið að gera aðhaldskröfu gagnvart þessari mikilvægu stofnun, almennt og sérstaklega við ríkjandi aðstæður. Almenningur hlýtur að spyrja; hvers vegna er íslenskum stjórnmálamönnum svo illa við samkeppniseftirlit? Hvers vegna mega Íslendingar ekki njóta þess ábata sem fylgir starfsemi Samkeppniseftirlitsins? Hagsmuna hverra er þetta fólk að gæta? Að veikja Samkeppniseftirlitið eru vond skilaboð inn í kjarasamninga og misráðin aðgerð af hálfu stjórnvalda sem ættu með réttu að efla það og stuðla þannig að lægra verðlagi og auknum kaupmætti almennings í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skilaði Samkeppniseftirlitið af sér viðbótarumsögn um fjárlagafrumvarp 2024 sem nú er í lokavinnslu á Alþingi. Þar kemur fram að „grafalvarleg staða” ríki í samkeppnismálum hér á landi sökum þeirrar sveltistefnu sem íslenskir ráðamenn hafa beitt á liðnum árum. Fram kemur m.a. að fjárframlög til eftirlitsins munu lækka um 20% frá árinu 2014 til 2024 á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnum eftirlitsins hefur fjölgað og efnahagsumsvif aukist um og yfir 35-40%! Erlend fordæmi hundsuð Þetta er með miklum ólíkindum og verður enn furðulegra þegar haft er í huga að víða hafa stjórnvöld brugðist við miklum verðhækkunum og verðbólgu með auknu samkeppniseftirliti. Má nefna Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin sem nýleg dæmi. Erlendis þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að grípa til slíkra aðgerða þegar efnahagshamfarir ríða yfir líkt og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu misserin. Virk samkeppni er talin nauðsynleg sem liður í efnahagslegum viðbrögðum við verðbólgu og miklum verðlagshækkunum. Tilgangurinn með bættu eftirliti er vitaskuld að halda upp vörnum fyrir hagsmuni almennings. Stjórnvöldum hér á landi þykir hins vegar með öllu ástæðulaust að bregðast við með sama hætti og sjálfsagt þykir víðast um hinn vestræna heim. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ítrekað bent á að við núverandi aðstæður fái það tæpast sinnt lögbundnum skyldum sínum. Vond skilaboð inn í kjarasamninga Samkeppni er launafólki á Íslandi mjög mikilvæg enda stuðlar hún ekki einungis að lægra verðlagi heldur styður hún við framleiðni, hagvöxt og hærra atvinnustig svo eitthvað sé nefnt. Fyrir liggur að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi er ábótavant. Á þetta hefur ítrekað verið bent með rannsóknum. Þá blasir við að samkeppniseftirlit er sérlega mikilvægt í litlu hagkerfi á borð við Ísland þar sem fákeppni ríkir á flestum mörkuðum og aðgangshindranir eru miklar. Það er beinlínis galið að gera aðhaldskröfu gagnvart þessari mikilvægu stofnun, almennt og sérstaklega við ríkjandi aðstæður. Almenningur hlýtur að spyrja; hvers vegna er íslenskum stjórnmálamönnum svo illa við samkeppniseftirlit? Hvers vegna mega Íslendingar ekki njóta þess ábata sem fylgir starfsemi Samkeppniseftirlitsins? Hagsmuna hverra er þetta fólk að gæta? Að veikja Samkeppniseftirlitið eru vond skilaboð inn í kjarasamninga og misráðin aðgerð af hálfu stjórnvalda sem ættu með réttu að efla það og stuðla þannig að lægra verðlagi og auknum kaupmætti almennings í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun