Óútskýranleg mannvonska Inga Sæland skrifar 15. desember 2023 08:31 Í gær felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögu Flokks fólksins um 66.381 kr skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Sambærilegan jólabónus og greiddur er til öryrkja þriðju jólin í röð. Ég á engin orð sem lýsa fyrirlitningu minni gagnvart þessari framkomu stjórnarflokkanna við sárafátækt eldra fólk. Framganga þeirra lýsir engu öðru en stækri mannfyrirlitningu gagnvart sínum minnstu bræðrum og systrum. Við erum að tala um rúmlega 2000 einstaklinga. Um helmingur þessa fólks fer frá því að vera öryrkjar með aldurstengda örorkuuppbót í það að verða 67 ára og komnir á eftirlaun. Við það missa þau aldurstengdu uppbótina og lækka stórlega í launum. Fara úr því að vera mjög fátækir yfir í það að vera komnir í sárafátækt. Þetta eru að stærstum hluta fullorðnar konur sem eiga engan rétt úr lífeyrissjóði þar sem þær unnu alla sína starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Framlagið sem við báðum stjórnarflokkana um (140 millj.) til að geta hjálpað þeim fyrir jólin er svipuð upphæð og þau greiða á rúmum 10 tímum af erlendum skuldum ríkisins. Það var engan bilbug á þeim að finna í atkvæðagreiðslunni þar sem þau kokhraust sögðu NEI! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Félagsmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Í gær felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögu Flokks fólksins um 66.381 kr skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Sambærilegan jólabónus og greiddur er til öryrkja þriðju jólin í röð. Ég á engin orð sem lýsa fyrirlitningu minni gagnvart þessari framkomu stjórnarflokkanna við sárafátækt eldra fólk. Framganga þeirra lýsir engu öðru en stækri mannfyrirlitningu gagnvart sínum minnstu bræðrum og systrum. Við erum að tala um rúmlega 2000 einstaklinga. Um helmingur þessa fólks fer frá því að vera öryrkjar með aldurstengda örorkuuppbót í það að verða 67 ára og komnir á eftirlaun. Við það missa þau aldurstengdu uppbótina og lækka stórlega í launum. Fara úr því að vera mjög fátækir yfir í það að vera komnir í sárafátækt. Þetta eru að stærstum hluta fullorðnar konur sem eiga engan rétt úr lífeyrissjóði þar sem þær unnu alla sína starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Framlagið sem við báðum stjórnarflokkana um (140 millj.) til að geta hjálpað þeim fyrir jólin er svipuð upphæð og þau greiða á rúmum 10 tímum af erlendum skuldum ríkisins. Það var engan bilbug á þeim að finna í atkvæðagreiðslunni þar sem þau kokhraust sögðu NEI! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar