Kaffiboðið í Karphúsinu Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 16. desember 2023 14:31 Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun