Kaffiboðið í Karphúsinu Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 16. desember 2023 14:31 Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar