Þakklát íslensku þjóðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 16:09 Asil missti fótinn í árasinni aðeins sautján ára gömul. Vísir/Samsett Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum. Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira