„Við erum í villta vestrinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2023 21:31 Sigurður Hafþórsson er lögmaður Húseigendafélagsins. arnar halldórsson Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs. Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“ Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“
Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira