Veltir framboði til forseta fyrir sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2023 15:49 Páll Pálsson er fasteignasali sem gæti vel hugsað sér að verða forseti. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands. Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands.
Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira