Þegar fólk verður fráflæðisvandi Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 19. desember 2023 08:00 Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun