Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 08:05 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann að gosstöðvunum í gærkvöldi. Ernir Snær Björnsson Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. „Það má segja að nóttin hafi verið tíðindalítil hérna alla vega í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíðinni. Það er samt þannig ða þau sem voru á vettvangi þurftu að hafa aðeins meira fyrir því sem var að gerast í nótt. Það voru nokkrir sem vildu gjarnan sjá þetta eldgos, sem við skiljum vel, en þá var meira að gera hjá þeim en okkur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. „Það voru nokkrir sem vildu berja þetta augum en tilmælin eru þau að halda sig frá þessu, þó það sé ekki nema vegna þess að viðbragðsaðilar eru ekki á staðnum. Þó lögreglan á Suðurnesjum sé með lokunarpósta finnur fólk sér leið eins og vatnið.“ Aðstæður til göngu í myrkri ekki góðar Helstu áhyggjur viðbragðsaðila beinist að því að fólk fari af stað í langa göngu, gegn um hraunið í lélegu skyggni og köldu veðri. „Það getur farið illa og það var til dæmis einn sem þurfti að fá aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma sér heim.“ Það sé ekkert grín að vera þarna úti. „Ég held að þrátt fyrir að þú heyrir almannavarnir, lögregluna og viðbragðsaðila alla segja það þá hugsi fólk: Ég get þetta. En það er kannski ekki alltaf þannig og ég held að þessi sem var sóttur sé sáttur að vera kominn heim heill og höldnu. Aðstæðurnar eru ekki góðar til að vera á gangi í þessu myrkri,“ segir Hjördís. Nýtt hættumat var gefið út af Veðurstofunni í gærkvöldi. Hjördís segir það brýna fyrir fólki að aðstæðurnar séu hættulegar og fara þurfi varlega. „Þrátt fyrir að minni kraftur hafi verið í eldgosinu þýðir það ekki að ekki geti opnast nýjar sprungur eða að ýmsir hlutir sem náttúran tekur upp á geti hafist. Hættumatið sýndi okkur það að við þurfum áfram að vera á tánum.“ Öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga Hjördís segir skipulag viðbragðsaðila vera svipað í dag og í gær. Mest mæði á þeim sem eru í vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Boðað hefur verið til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 14 í dag. „Það er ekki síst verið að halda þann fund til að upplýsa Grindvíkinga, sem þurfa að fá svör og halda þeim upplýstum um stöðu málan. Það er eitt að vera með eldgos í bakgarðinum en svo eru það allir hinir óvissuþættirnir sem Grindvíkingar þurfa svör við,“ segir Hjördís. „Það eru að koma jól og við viljum öll bara hafa það notalegt um jólin. Þetta verða öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga.“ Og alveg ljóst að fólk sé ekki á leið aftur heim? „Ég held að það sé, þó ég ætli ekki að fara að fullyrða um það, á meðan eldgos er í bakgarðinum og hættumat Veðurstofunnar eins og það er núna þá erum við að halda okkur á sömu línu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
„Það má segja að nóttin hafi verið tíðindalítil hérna alla vega í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíðinni. Það er samt þannig ða þau sem voru á vettvangi þurftu að hafa aðeins meira fyrir því sem var að gerast í nótt. Það voru nokkrir sem vildu gjarnan sjá þetta eldgos, sem við skiljum vel, en þá var meira að gera hjá þeim en okkur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. „Það voru nokkrir sem vildu berja þetta augum en tilmælin eru þau að halda sig frá þessu, þó það sé ekki nema vegna þess að viðbragðsaðilar eru ekki á staðnum. Þó lögreglan á Suðurnesjum sé með lokunarpósta finnur fólk sér leið eins og vatnið.“ Aðstæður til göngu í myrkri ekki góðar Helstu áhyggjur viðbragðsaðila beinist að því að fólk fari af stað í langa göngu, gegn um hraunið í lélegu skyggni og köldu veðri. „Það getur farið illa og það var til dæmis einn sem þurfti að fá aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma sér heim.“ Það sé ekkert grín að vera þarna úti. „Ég held að þrátt fyrir að þú heyrir almannavarnir, lögregluna og viðbragðsaðila alla segja það þá hugsi fólk: Ég get þetta. En það er kannski ekki alltaf þannig og ég held að þessi sem var sóttur sé sáttur að vera kominn heim heill og höldnu. Aðstæðurnar eru ekki góðar til að vera á gangi í þessu myrkri,“ segir Hjördís. Nýtt hættumat var gefið út af Veðurstofunni í gærkvöldi. Hjördís segir það brýna fyrir fólki að aðstæðurnar séu hættulegar og fara þurfi varlega. „Þrátt fyrir að minni kraftur hafi verið í eldgosinu þýðir það ekki að ekki geti opnast nýjar sprungur eða að ýmsir hlutir sem náttúran tekur upp á geti hafist. Hættumatið sýndi okkur það að við þurfum áfram að vera á tánum.“ Öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga Hjördís segir skipulag viðbragðsaðila vera svipað í dag og í gær. Mest mæði á þeim sem eru í vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Boðað hefur verið til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 14 í dag. „Það er ekki síst verið að halda þann fund til að upplýsa Grindvíkinga, sem þurfa að fá svör og halda þeim upplýstum um stöðu málan. Það er eitt að vera með eldgos í bakgarðinum en svo eru það allir hinir óvissuþættirnir sem Grindvíkingar þurfa svör við,“ segir Hjördís. „Það eru að koma jól og við viljum öll bara hafa það notalegt um jólin. Þetta verða öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga.“ Og alveg ljóst að fólk sé ekki á leið aftur heim? „Ég held að það sé, þó ég ætli ekki að fara að fullyrða um það, á meðan eldgos er í bakgarðinum og hættumat Veðurstofunnar eins og það er núna þá erum við að halda okkur á sömu línu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55
Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52
Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37