„Þarna sá ég í fyrsta skipti á ævinni mann tolleraðan á typpinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 08:31 Það var gaman hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni og félögum í ÍBV liðinu þegar þeir fengu Axel Bigisson, aka BigSexy, til að skemmta í kveðjupartýi Dánjals Ragnarssonar. Vísir/Vilhelm Eyjamenn kvöddu á dögunum Færeyinginn Dánjal Ragnarsson og við það tilefni var hóað í sjálfan Big Sexy. Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum
ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira