Bílvelta varð í slaufunni við Þrengslavegamótin en þar urðu engin meiðsl á fólki. Seinna varð svo aftanákeyrsla í skíðaskálabrekkunni, þar sem minniháttar meiðsl urðu.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu fóru einnig bílar út af veginum á Hellisheiði. Þar er flughált, mikill vindur og lítið skyggni.
Á vef Vegagerðarinnar má sjá að Hellisheiði er enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær vegurinn verður opnaður. Þrengslin eru þó opin.