Ósáttur við skipulag í Bláfjöllum: „Þetta er ekki fólki bjóðandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 23:14 Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð í Bláfjöll í dag. Langar raðir mynduðust í kjölfarið. Vísir Sigurður Ásgeir Ólafsson skíðaiðkandi segir farir sínar ekki sléttar af misheppnaðri Bláfjallaferð sinni í dag. Hann segir skipulagsleysi og troðning sem myndaðist á svæðinu ekki fólki bjóðandi. Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent