Allar hugmyndir voru góðar hugmyndir Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 29. desember 2023 11:01 Þannig var árið okkar hjá Landsneti – ár krefjandi verkefna, stórra viðgerða, breytinga, nýsköpunar, umhverfis, veðurs, ísingar, jarðhræringa, samtals, uppbyggingaráforma og ár þar sem öllum góðum hugmyndum var fagnað. Við fluttum lífsgæði í miklu magni á landi, láði og í lofti – rafmagn sem er undirstaðan í öflugum samfélögum, veitir von, byggir upp og leggur grunn að daglegu lífi hjá okkur. Og okkur gekk vel, þrátt fyrir nokkrar stórar truflanir, veður, ísingar og jarðhræringar. En stiklum aðeins á stóru og horfum til baka á sögurnar sem stóðu upp úr á okkar miðlum – sögur þar sem okkar fólk stóð í stafni, yfirvegað og öruggt. Árið byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að tengja saman leiðara úr tveimur biluðum strengjum, skilaði okkur því að við þurftum varla að brenna olíu til að halda Eyjunum gangandi þessa sex mánuði sem strengurinn var bilaður - umhverfisvænt og við spöruðum um leið umtalsverðar fjárhæðir. Línurnar með langa nafninu, Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 áttu sviðið þegar kom að undirbúningi og samtali, línur sem munu eiga stóran þátt í orkuskiptunum og leiðinni að settum markmiðum. Við vorum líka í framkvæmdum í kringum höfuðborgina og tókum niður gömul möstur sem höfðu þjónað okkur vel og lengi. Möstrin voru felld, bútuð niður á staðnum og send í endurvinnslu. Hluti af svæðinu sem unnið er á er vatnsverndarsvæði og fylgdi framkvæmdinni ítarleg áhættugreining . Við lögðum líka nokkra jarðstrengi á árinu, við Fitjar á Reykjanesi og í Kópaskerslínu. Og talandi um jarðstrengi þá tókum við þátt í tilraun til að mæla áhrif hrauns og hita á stæður, stög og strengi en í þetta skipti náði hraunið ekki að renna nógu langt til þess að við gætum lokið við tilraunina, tilraun sem aldrei áður hefur verið gerð í heiminum. Jarðhræringarnar voru í stóru hlutverki í sögu ársins og við vorum um tíma með starfsemina okkar á neyðarstigi vegna mögulegs eldgoss á svæðinu í kringum Svartsengi. Flutningskerfið stóð af sér jarðskjálftana og við hækkuðum mastur í Svartsengislínu til þess að línan gnæfði yfir garðinn, varnargarðinn sem verið er að reisa í kringum Svartsengi. Veður setti líka mark sitt á árið – veðurviðvaranir, vindur og ísingar og það var nóg að gera hjá okkar fólki í netrekstrinum og stjórnstöðinni – vinna sem öll var unnin af mikilli yfirvegun og öryggi sem eins og okkar línugengi einu er lagið. Sögulegt samkomulag var gert við Sveitarfélagið Voga um lagningu Suðurnesjalínu 2, samkomulag sem var mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll. En framkvæmdaleyfin eru ekki í höfn enn þá þar sem kæra liggur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Ljós veitir von og við tókum þátt í að senda varahluti til Úkraínu og þannig leggja okkar af mörkum til að aðstoða við endurreisnina á flutningskerfinu þar. Hvað framtíðin ber þar svo í skauti sér er önnur saga. En í okkar huga er uppbygging orkuinnviða grunnforsenda framtíðar, bæði þar og hér heima. Við gáfum út í fyrsta skipti okkar eigin Raforkuspá þar sem flutningskerfi raforku er lykilþátturinn í að við náum þeim markmiðum sem sett hafa verið þegar kemur að orkuskiptum. Orkuöryggi var mikið í umræðunni á árinu, málefni sem við höfum lengi talað fyrir og munum gera áfram. Stundum er eins og ekkert þokist áfram og þegar horft var á Rafhring Íslands á RUV í sumar voru, fimmtíu árum síðar, enn mörg kunnugleg stef – orkuskortur, olíu- og bensínverð í hæstu hæðum, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og bygging fyrstu kynslóðar byggðalínunnar að ljúka. Ný kynslóð byggðalínu er nú að taka við. Við hjá Landsneti erum nú að ljúka okkar fyrsta ári sem fyrirtæki í eigu ríkisins, ár sem hefur verið krefjandi, fullt af verkefnum og sögum – sögum sem við hvetjum ykkur til fylgjast með í framtíðinni á miðlum okkar – vefsíðu, samfélagsmiðum og í Landsnetshlaðvarpinu. Hjá okkur er framtíðin ljós, verkefnin rafmögnuð og við mjög spennt að takast á við það sem næstu ár munu bjóða ykkur upp á. Kærar þakkir fyrir samstarfið og samskiptin árinu - við óskum þér og þínum bjartrar og gleðilegrar hátíðar og spennandi nýs árs. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þannig var árið okkar hjá Landsneti – ár krefjandi verkefna, stórra viðgerða, breytinga, nýsköpunar, umhverfis, veðurs, ísingar, jarðhræringa, samtals, uppbyggingaráforma og ár þar sem öllum góðum hugmyndum var fagnað. Við fluttum lífsgæði í miklu magni á landi, láði og í lofti – rafmagn sem er undirstaðan í öflugum samfélögum, veitir von, byggir upp og leggur grunn að daglegu lífi hjá okkur. Og okkur gekk vel, þrátt fyrir nokkrar stórar truflanir, veður, ísingar og jarðhræringar. En stiklum aðeins á stóru og horfum til baka á sögurnar sem stóðu upp úr á okkar miðlum – sögur þar sem okkar fólk stóð í stafni, yfirvegað og öruggt. Árið byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að tengja saman leiðara úr tveimur biluðum strengjum, skilaði okkur því að við þurftum varla að brenna olíu til að halda Eyjunum gangandi þessa sex mánuði sem strengurinn var bilaður - umhverfisvænt og við spöruðum um leið umtalsverðar fjárhæðir. Línurnar með langa nafninu, Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 áttu sviðið þegar kom að undirbúningi og samtali, línur sem munu eiga stóran þátt í orkuskiptunum og leiðinni að settum markmiðum. Við vorum líka í framkvæmdum í kringum höfuðborgina og tókum niður gömul möstur sem höfðu þjónað okkur vel og lengi. Möstrin voru felld, bútuð niður á staðnum og send í endurvinnslu. Hluti af svæðinu sem unnið er á er vatnsverndarsvæði og fylgdi framkvæmdinni ítarleg áhættugreining . Við lögðum líka nokkra jarðstrengi á árinu, við Fitjar á Reykjanesi og í Kópaskerslínu. Og talandi um jarðstrengi þá tókum við þátt í tilraun til að mæla áhrif hrauns og hita á stæður, stög og strengi en í þetta skipti náði hraunið ekki að renna nógu langt til þess að við gætum lokið við tilraunina, tilraun sem aldrei áður hefur verið gerð í heiminum. Jarðhræringarnar voru í stóru hlutverki í sögu ársins og við vorum um tíma með starfsemina okkar á neyðarstigi vegna mögulegs eldgoss á svæðinu í kringum Svartsengi. Flutningskerfið stóð af sér jarðskjálftana og við hækkuðum mastur í Svartsengislínu til þess að línan gnæfði yfir garðinn, varnargarðinn sem verið er að reisa í kringum Svartsengi. Veður setti líka mark sitt á árið – veðurviðvaranir, vindur og ísingar og það var nóg að gera hjá okkar fólki í netrekstrinum og stjórnstöðinni – vinna sem öll var unnin af mikilli yfirvegun og öryggi sem eins og okkar línugengi einu er lagið. Sögulegt samkomulag var gert við Sveitarfélagið Voga um lagningu Suðurnesjalínu 2, samkomulag sem var mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll. En framkvæmdaleyfin eru ekki í höfn enn þá þar sem kæra liggur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Ljós veitir von og við tókum þátt í að senda varahluti til Úkraínu og þannig leggja okkar af mörkum til að aðstoða við endurreisnina á flutningskerfinu þar. Hvað framtíðin ber þar svo í skauti sér er önnur saga. En í okkar huga er uppbygging orkuinnviða grunnforsenda framtíðar, bæði þar og hér heima. Við gáfum út í fyrsta skipti okkar eigin Raforkuspá þar sem flutningskerfi raforku er lykilþátturinn í að við náum þeim markmiðum sem sett hafa verið þegar kemur að orkuskiptum. Orkuöryggi var mikið í umræðunni á árinu, málefni sem við höfum lengi talað fyrir og munum gera áfram. Stundum er eins og ekkert þokist áfram og þegar horft var á Rafhring Íslands á RUV í sumar voru, fimmtíu árum síðar, enn mörg kunnugleg stef – orkuskortur, olíu- og bensínverð í hæstu hæðum, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og bygging fyrstu kynslóðar byggðalínunnar að ljúka. Ný kynslóð byggðalínu er nú að taka við. Við hjá Landsneti erum nú að ljúka okkar fyrsta ári sem fyrirtæki í eigu ríkisins, ár sem hefur verið krefjandi, fullt af verkefnum og sögum – sögum sem við hvetjum ykkur til fylgjast með í framtíðinni á miðlum okkar – vefsíðu, samfélagsmiðum og í Landsnetshlaðvarpinu. Hjá okkur er framtíðin ljós, verkefnin rafmögnuð og við mjög spennt að takast á við það sem næstu ár munu bjóða ykkur upp á. Kærar þakkir fyrir samstarfið og samskiptin árinu - við óskum þér og þínum bjartrar og gleðilegrar hátíðar og spennandi nýs árs. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun