Orð ársins er skortur Ingólfur Bender skrifar 29. desember 2023 11:30 Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Húsnæðismál Orkumál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun