Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 21:09 Fyrri maðurinn mætti á Austurvöll um klukkan tvö í nótt, en sá seinni klukkan níu í morgun. Naji segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna fyrri mannsins. Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji. Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji.
Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira